Sprengjumenn alla daga

SAMSUNGGræna gangan byrjaði við Hlemm þar sem fólk safnaðist saman, skalf sér til hita í nístandi vorveðrinu, veifaði grænum fánum og beið eftir að lagt yrði af stað. Svo hlýnaði okkur á leið niður Laugaveginn og þegar Austurvöllur hafði fyllst af fólki, sungu allir Ísland ögrum skorið og hlýddu á Guðmund Hörð og Ómar Ragnarsson, sem fór með kvæði, söng og brýndi fólk til dáða. Þá hlýnaði mörgum um hjartarætur. Kunnugir sögðu að þarna hefðu verið fimm þúsund manna sem boðskapur dagsins mettaði og grænu fánarnir sem stungið var í beðið við Alþingishúsið fá vonandi að standa þar til þing kemur saman, til að minna á vilja fólksins. Þangað til tökum við undir  með Snorra Hjartarsyni.

Land þjóð og tunga

Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.

Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sókn og vaka: eining hörð og hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.

Þú átt mig, ég er aðeins til í þér.
Örlagastundin nálgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld.

Ísland, í lyftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.