SPURNING TIL RÚV!

Um daginn var tilkynnt opnun íþróttarásar RÚV, sem eins og nafnið bendir til, er fyrir íþróttir. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir unnendur langra boltaleikja, sem eru álíka margir og boltaleikirnir eru langir, sem geta haft sitt íþróttaefni í friði fyrir nöldurseggjum eins og mér sem langar kannski að horfa á eitthvað annað í ríkissjónvarpinu okkar en handbolta í hart nær hálfan þriðja klukkutíma. Þetta höfum við kettirnir þurft að þola í kvöld því leikur kvöldsins er sýndur á BÁÐUM rásunum. Mér líður svolítið eins og gæs sem er troðið í meintu góðmeti til að fita í mér lifrina fyrir slátrun. Þetta er 111. meðferðin, en hún ber vott um grimmt og guðlaust hjarta, eins og allir vita. Er þetta með vilja gert? Og þá, af hverju?

Því spyr ég: Er möguleiki að nota íþróttarásina fyrir alla handboltaleikina sem eftir eru af þessu blessaða móti og láta dagskrána á aðalrásinni óskerta??

Auglýsingar

3 athugasemdir við “SPURNING TIL RÚV!

  1. Sæll Gísli,
    Megin ástæðan fyrir því að þessir ákveðnu leikir voru sýndir á aðalrásinni er sú að þar var um hreina úrslitaleiki að ræða. Þ.e. mögulega hefði bikar farið á loft og Íslandsmeistarar krýndir. Eins og þú hefur kannski tekið eftir hafa allir aðrir leikir í úrslitakeppninni verið eingöngu sýndir á RÚV íþróttir. Eins og staðan er nú þá er RÚV íþróttir ekki með nægilega víðtæka dreifingu til þess að hægt sé að færa íþróttaviðburði alfarið á þá rás. Því þarf enn sem komið er að taka tillit til þeirra áhorfenda sem eru á landsvæðum þar sem aukarásir nást ekki, sérstaklega þegar um þýðingarmestu leikina er að ræða. En þetta horfir til bóta og stefnir í að hægt verði að bjóða uppá nær alla íþróttaviðburði á annarri rás en svonefndri aðalrás.
    Kveðja
    Skarphéðinn Guðmundsson
    Dagskrárstjóri RÚV

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s