Íþróttarás RÚV

Vegna spurningar minnar til RÚV í síðustu færslu, sem reyndar hefur ekki borist svar við, hafði ég samband við Efstaleitið og fékk þar ýmis svör, meðal annars stutta kynningu á dagskrárvefnum. Ég vildi sem sagt vita hvers vegna íþróttarás RÚV hefði ekki verið notuð fyrir handboltaleik tveggja karlaliða í efstu deild á miðvikudagskvöldið.  Forsenda mín var þessi tilkynning frá stofnuninni, dagsett 11.04.2013.

„Íþróttarás RÚV, RÚV íþróttir, verður tekin í notkun annað kvöld þegar leikur Fram og ÍBV í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handknattleik verður sýndur beint. Í kjölfar hans verður síðan þátturinn Íslenski boltinn sendur út á rásinni.

Úrslitakeppni karla og kvenna í handbolta verður síðan ýmist á aðalrás RÚV eða íþróttarásinni, eftir því hvernig á stendur með dagskrá.  Álfukeppnin í knattspyrnu verður líka sýnd á RÚV íþróttir. „

Þessari tilkynningu fögnuðu margir og töldu að nú gætu allir unað kátir við sitt. Ég var í þeirra hópi. Ég er mjög hlynntur íþróttaefni í sjónvarpi, vil hafa það sem fjölbreyttast og að skapi alþýðu manna og handknattleikur er það oftast. Mörgum þykir nóg um þegar margframlengdir leikir ryðja dagskrárliðum frá, sem fólk vill gjarna sjá fyrir háttatíma og oft hafa börnin sýtt styttingu á barnaefni vegna íþróttanna. Allir græða. Eða hvað?

Í gærkvöldi var Skólahreysti í 2 tíma. (Íþróttarásin var laus)  Í kvöld verður handknattleikur í 2 tíma eða lengur ef verður framlengt. En ekki á íþróttarásinni. Þarna hefði verið tilvalið að nýta hana. Á henni er ekkert á dagskrá í kvöld eða um helgina, einn leikur fyrirhugaður nk. mánudagskvöld og síðan ekkert fram að miðjum maí. Hvernig þarf annars að standa á með dagskrá til að nýta sérstaka íþróttarás fyrir íþróttir?

Ég viðurkenni fúslega að fylla flokk kvöldsvæfra. Í kvöld er úrslitaþáttur Útsvars á dagskrá, færður að vísu til 20.30. Hann er í beinni útsendingu. Gefum okkur að framlengingar verði á handboltanum. Það þýðir að lið, áhorfendur, stjórnendur og starfsfólk þarf að bíða. Það þurfum við kvöldsvæfir einnig að gera. Samkvæmt ofangreindum forsendum RÚV finnst mér standa þannig á með dagskrá að færa mætti handknattleikinn á tilheyrandi rás.

 

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Íþróttarás RÚV

  1. Takk fyrir þessar tilraunir þínar.Svo skemmtilega vill til, að RUV bað mig að eyða örfáum mínútum til að svara nokkrum spurningum um hvernig ég vildi breyta dagskránni. Og þar sem mín svör voru líklega í þínum anda finnst mér einboðið að nú breyta þeir dagskránni! Eða hvað? :=)

  2. Verði okkar vilji. Ég er viss um að í Efstaleiti er núna uppi fótur og fit, aðallega fit, til að verða við þessum frómu óskum.

  3. Er ekki ástæðan sú að það er ódýrara að hafa handboltaleik á aðalrásinni heldur en einhvern annan dagskrárlið? Það er hvort eð er starfsfólk frá Sjónvarpinu á staðnum – þá þarf ekki nema eina lélega mynd í á föstudagskvöld í stað tveggja

    • Þar sem mig grunar að íþróttarásin sé aðallega takki í stjórnborðinu, þar sem annar takki setur kvikmynd kvöldsins af stað, sé ég ekki sparnaðinn.

  4. Getur verið að íþróttarásin hafi minni dreifingu, þ.e. að hún náist ekki með loftneti?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.