Um skógarhögg í Breiðholti

Að halda til haga er góð skemmtun…

Rituhólar Í fréttum gærkvöldsins sagði frá dugnaðarfólki í Breiðholti sem þótti nóg um uppgræðslu á örfokamelum neðan við húsin sín, munduðu axir og sagir, gengu til skógar og hjuggu tré og annað undir formerkjum grisjunar. Ekki linnti högginu fyrr en útsýni þótti nóg úr helstu stofugluggum í hverfinu því þarna hefur fólk ekki uppgötvað gildi þess að standa upp og rölta út fyrir túnfótinn, þar sem sést til annarra kjördæma á góðum degi.
Um þessa iðju var einboðið að yrkja og það var gert á fésbókinni í gærkvöldi.

Út að höggva arka menn með axir nógar
yngstu trjánum Árni lógar
ætli hann gangi heill til skógar?

Fyrir þetta verður varla bætt í snatri því tré vaxa álíka hratt og meðalgreindur íbúi er að skilja afleiðingar gerða sinna. En taka verður tillit til annarra borgarbúa.

Þó íbúum í hæðum háum
hafi þótt af trjánum nóg
Til að ekki Árna sjáum
eigum við að rækta skóg.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Um skógarhögg í Breiðholti

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s