Stelpusamhjólið

Stelpusamhjól
Í íþróttafélögunum mínum er stundum talað um útbreiðslu fagnaðarerindisins. Það felst í ánægjunni af skipulagðri hreyfingu með skemmtilegu fólki, leik fyrir fullorðna, keppni fyrir þá sem vilja og leynist líka  í orðum skáldsins Jónasar Hallgrímssonar, sem stundaði annars konar íþróttir en við, en var að öðru leyti meðððetta:

Hvað er langlífi?

Lífsnautnin frjóva,

alefling andans

og athöfn þörf.

Til að krydda þessa tilveru er fólk duglegt að finna upp á viðburðum. Í allan vetur hefur verið svokallað Samhjól einu sinni í mánuði og þá hittist fólk úr hjólreiðafélögum og þríþrautarfélögum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, er samferða einhvern hæfilega stóran hring og fær sér síðan hressingu á eftir, sem hjólreiðaverslanir bjóða upp á, því fátt er skemmtilegra en að skoða nýtt dót eftir velheppnaðan túr. Og alltaf er hægt að fitja upp á einhverju nýju.

Viðburður þessarar helgar var Stelpusamhjólið sem fór fram í blíðskaparveðri og heppnaðist mjög vel. Boðun var á vettvangi fésbókar sem er fjölmiðill alþýðunnar og 120 stelpur mættu að reiðhjólaverslun Arnarins í Skeifunni og fóru þaðan í halarófu hring um höfuðborgina. Að því loknu var boðið upp á eðalveitingar, súpu, salat, kökur og kaffi og sveif andi samkenndar yfir glösum og hjólum. Myndasafnið á FB talar sínu máli. Þetta markar tímamót.

María Ögn fjallahjólariMaría Ögn Guðmundsdóttir, sem átti frumkvæðið að þessum viðburði, sést hér á meðfylgjandi mynd á fleygiferð í fjallahjólakeppni í Vífilstaðahlíð. Hún hefur líka staðið fyrir námskeiðum í fjallahjólreiðum fyrir konur þar sem færri komast að en vilja.

Fjölgun hjólreiðafólks undanfarin misseri hefur verið með eindæmum og þessi fjöldi staðfestir það. Vonandi hjóla sem flestir í vinnuna í maí undir formerkjum samnefnds átaks. Fyrir þá sem langar að prófa að keppa, er vefsíðan Hjólamót.is, fyrsti viðkomustaðurinn. En aðalatriðið er að fara að dæmi annars skálds, Einars Benediktssonar, sem átti að vísu ekki hjól en hefði kveðið svona í dag um góðan hjólatúr í morgunsárið:

Í morgunljómann er lagt af stað.
Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.
Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, 
þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð…

….

Ef inni er þröngt,tak hnakk þinn og (hjól) hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.

(Myndband af viðburðinum var sýnt á Stöð 2)

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s