Humar að kveldi

Margir hafa nennt að hnýta í formann Heimdallar fyrir að upplýsa smekk sinn í mat og drykk, ásamt því að hvetja til þess að áfengisverslanir verði opnar alla daga vikunnar, því auðvitað getur það dottið í mann að detta í það eða bara fá sér léttvín með lærinu á sunnudegi. Þessi viðhorf eiga engum að koma á óvart því Heimdellingar hafa löngum barist fyrir frjálsræði í þessum efnum, heimtað léttvín í matvöruverslanir og virðist einboðið að svonefndar sólarhringsbúðir fái slíkt söluleyfi. Minna má á að fyrsta frumvarp til umræðu á Alþingi daginn eftir hrunið var einmitt um það og jafnvel flutningsmaður þess sá fáránleikann í því að ræða það þá. En nú eru breyttir tímar, kreppan að baki og framundan er ný og góð stjórn sem lætur verkin tala.

Auðvitað er ómaklegt og ljótt að andskotast út í formann Heimdallar persónulega en „virkir í athugasemdakerfi“ hafa hingað til ekki sparað sín breiðustu spjót þegar fólk liggur vel við höggi. Ég er hins vegar fullur af bjartsýni og tilhlökkun, sé fram á leiðréttingu á kjörum hinna tekjuhæstu og taumlaus gleði sumarsins 2007 er skammt undan þegar synir ríkra manna hafa myndað stjórn. Þá má syngja í orðastað Heimdellinga og fleiri. (Lagið er á meðfylgjandi myndbandi. Skál í boðinu!)

Humar að kveldi

Humar að kveldi, heitur potturinn,
hingað er borinn diskur flottur inn
búinn að græða býsna vel í dag
blessuð ríkisstjórnin sér um okkar hag

ég vil hvítvín, ég vil hvítvín
og ég kalla eftir því
að ríkið verði opið ef að ég á frí.

Atvinnulífsins aftur snúast hjól
erlendis finna peningarnir skjól
tuttugu prósentin framsóknar ég fæ
fyrst af öllu takmarkinu æðsta næ.

ég vil hvítvín, ég vil hvítvín
og ég kalla eftir því
að ríkið verði opið ef að ég á frí.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Humar að kveldi

  1. Gaman að þessu. Það er full þörf fyrir fleiri grillsöngva nú þegar við sjáum fram á fjögurra ára góðæri.

    Í síðasta góðæri var „lítill fugl á laufgum teigi“ uppáhaldslagið mitt. Sonur minn spurði eitt sinn „mamma hversvegna í ósköpunum ertu alltaf að syngja ömurlega þetta grill-lag, þetta er ógeðslegur texti og við eigum ekki einu sinni grill“. Ég hafði aldrei áttað mig á því að „lítill fugl“ væri grill-lag, hvað þá að væri eitthvað ógeðslegt við kvæðið hans Arnar Arnarsonar. Stráknum heyrðist ég syngja „lítill fugl á löngum teini“.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.