„Helvítis beljan“

Ferguson fer á eftirlaun
Í gærmorgun birti ég þetta skjáskot úr Morgunblaðinu á Fésbókinni, mér og vonandi öðrum til yndisauka. Ég varð ekki var við annað fram eftir morgni, miðað við deilingafjölda,  en að fleiri kynnu að meta spaug höfundar, sem er annars þekktust fyrir bókmenntarýni og  fann upp hauskúpudóma fyrir bækur sem henni voru lítt að skapi. Stjörnur og einkunnir tíðkast annars í heimi boltaáhorfenda en þar vantar sárlega hauskúpurnar.
Kolbrún Bergþórsdóttir er ekki á FB, en hefði annars skemmt sér ágætlega framundir hádegi meðan sárir „graspyrnuunnendur“ tjáðu sig í staþusum í fjölmiðli alþýðunnar. Framhaldið var eftir bókinni, DV og Vísir.is endurbirtu pistilinn nokkurn veginn orðréttan og „virkir í athugasemdum“ fóru hamförum. Líkingin um manninn og boltann átti  vel við í þetta sinn og munnsöfnuðurinn þurfti engan prest. Knattspyrna er trú, boðuð á skjánum eins og er siður góðra sjónvarpsprédikara og sir Alex er Billy Graham.

Í vatnsglasi dagsins er oft stormur. Stóra hvítvínshumarmálið, sem var ekki síður fyndið, fékk álíka meðhöndlun hjá „virkum í athugasemdum“ sem spöruðu sig ekki. Nú er þriðjudagur og nóg eftir af vikunni. Miðað við þessa uppskrift netmiðla að skítkasti óska ég engum þess að lenda á netsíðum þar sem „virkir í athugasemdum“ gefa tóninn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s