Heyrnarlaus á reiðhjóli

Þessi frétt af manni sem brotnaði á báðum höndum vakti athygli mína í morgun. Þar segir: “

Það var maður fyrir framan mig sem var að hlusta á tónlist,“ segir Hafþór. „Hann lagar heyrnartólin og fer þá yfir á vinstri vegarhelminginn þar sem ég var að reyna að komast framhjá.“ Stýrin kræktust því næst saman, Hafþór missir jafnvægi og þeytist á malbikið. Við það brotnuðu báðar hendur hans og viðbein.“

Þetta slys ítrekar gildi þess að hafa öll skilningarvitin virk við íþróttaiðkun á götum, gangstígum, gangstéttum og almennt þar sem aðrir eru á ferli. Ég skil svosem ágætlega þá sem eru svo háðir sífelldri afþreyingu að þeim líður illa án tengingar við einhvern miðil. En hinn kosturinn er ekki síðri. Ég hef reynt að hlaupa og hjóla með útvarp/segulband/ipod, en gafst alltaf upp á því. Ég vil frekar heyra í veðrinu, fuglunum, aðvífandi bifreiðum, ræða við samferðafólk mitt eða njóta þagnarinnar ef hún er í boði. Þannig getur upplifunin af hreyfingunni orðið önnur og meiri en mestu skiptir öryggið sem fylgir því að heyra.

Ég hjóla oft um göngustíginn meðfram Sæbrautinni, ýmist á leið út á Seltjarnarnes eða inn að Elliðaárbrúnni og þaðan inn í Fossvoginn. Ég er ekki með bjöllu á hjólinu en nota röddina óspart, býð fólki góðan dag eða bið það að víkja örlítið svo ég komist fram hjá. Þessu er alltaf vel tekið, enda sett fram með ást og hlýju. Fólk veit af mér og ég af því. Ég hef séð ónefndan félaga minn gera sér það að leik, hafi einhver vafrað út á hjólastíginn, að fara eins hratt fram úr viðkomandi og auðið er, til að bregða honum. Það hefur tilætluð áhrif en er stórhættulegt því að verða fyrir hjóli á 40 km hraða er ávísun á brotin bein og ónýtt hjól. Betra er að senda viðkomandi hlýlega tóninn.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Heyrnarlaus á reiðhjóli

  1. Það jafnast á við það að reyna að aka á fólk sem stígur út á akbraut að láta fólki bregða svona í umferðinni. Myndi þessi félagi þinn líka gera það? Skandínavar segja samferdsel – það er að vera á ferð saman – en ylli vandræðum í beinni þýðingu á íslensku svo við segjum umferð. Menn sýna gjarnan sinn versta innri mann þar í stað þess að sýna tillitssemi.

  2. Tek undir.
    Held samt að ef maður stillir allt fyrirfram og ekki hefur of hátt stillt, og halda athyglina við hjólreiðarnar og umhverfinu, getur alveg gengið upp að hlusta á tónlist á leiðinni.

    • Ég sé ekki betur en þarna hafi ég strokið einhverjum öfugt. Ég vil alls ekki að allir séu eins og ég. Bara að þeir heyri…
      Þetta er saga af einum hjólreiðamanni. Þeir eru 95% í góðu lagi, árvökulir og gæta öryggis. Ástæðulaust að alhæfa út frá einu tilviki.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.