Úr skjóðu þýðandans -II -Eitthvað fyrir byrjendur

Myndin tengist færslunni ekki en er aðallega til að gera köttunum til geðs

Myndin tengist færslunni ekki en er aðallega til að gera köttunum til geðs

Nokkru fyrir aldamót sat ég í fréttaþýðandabásnum á RÚV (á Laugaveginum) og var að klára fréttapakka dagsins. Þar var ekkert í frásögur færandi og segir ekki meira af því. Þá birtist fyrrverandi starfsmaður RÚV, sem hafði verið falið eitthvert verkefni og var nú kominn með það í hús og þar í var stutt viðtal á engilsaxnesku um stjórnmál (minnir mig). Ég heilsaði og rétti út hönd eftir spólunni en var svarað með brosi og yfirlýsingu: „Ég geri þetta. Það er ekkert mál að snara þessu, bara nokkrir textar.“

Ég móaðist eitthvað við, efaðist um tök viðkomandi á textatölvunni, en á það var ekki hlustað. Því fór ég í kaffi og spjallaði við málfarsið. Á meðan gekk starfsmaðurinn kokhrausti frá fréttinni og þýðingunni, að því ég hélt. Klukkan tifaði, nálgaðist útsendingu og því fékk málfarsið ekki að lesa yfir, sem var þó regla. Ég hinkraði við eins og ráð var fyrir gert, því eftir útsendingu var oft farið yfir verkferla og metið hvernig gekk.

Þegar kom að frétt hins kokhrausta, voru þessir fjórir textar ekki á réttum stað og að auki voru villur í þeim öllum. Sá kokhrausti var þá farinn úr húsi og fyrir vikið varð fréttaþýðandinn að svara fyrir þessa uppákomu. Þar með bættist í reynslubankann og þegar sá kokhrausti birtist næst með frétt, tók ég spóluna, þýddi og gekk frá textanum, þrátt fyrir tilraunir hans til að fylgja verki sínu eftir alla leið.

Til að greina sauðina frá höfrunum í hjörð þýðenda, er tilvalið að leggja fyrir þá próf. Þetta er raundæmi úr ómerkilegri síðdegissápu. Skjátexti má vera tvær línur og ekki fleiri en 33 slög í hvorri línu.

“You know, you really should know, that giving something to someone, like a present, for example, is so wonderful. It is so much better than getting a present from somebody.”

Þýðandinn NN leysti þetta svona:

„Þú veist, þú ættir að vita
að það að gefa einhverjum eitthvað

til dæmis gjöf
er yndislegt.

Miklu betra en að fá gjöf
frá einhverjum.“

Hinn möguleikinn er:

Sælla er að gefa en þiggja.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Úr skjóðu þýðandans -II -Eitthvað fyrir byrjendur

  1. Er þetta endilega góð þýðing? Það sem þú gerir þarna er að taka þvælt talað mál hjá að því virðist óöruggum mælanda og gefa honum mikla speki og yfirvegun. Ertu þá ekki að falsa upprunalegar aðstæður? Þetta er náttúrulega dilemma allra þýðenda, en það má spyrja hversu gáfulegt það er að gefa Vicky Pollard málfar Snorra Sturlusonar.

  2. Persónur í bandarískum sápum hafa mörg orð um einfalda hluti. Þetta dæmi er vissulega á kantinum en tekið til að sýna gildi þess að draga saman texta á skjá. Það tekur um 6 sekúndur að fara með frumtextann sem er hæfilegur tími fyrir skjátexta að hanga inni.

    Vicky og Snorri hefðu seint átt skap saman en ég held að fleiri en Snorri kunni þetta máltæki.

  3. Afbragð. Í mínum lokaða heimi er fátt sem skilur betur að vita og óvita en mögnuð þýðing. Víst er eg stundum ósammála húsbondanum á þessari síðu, en þó sjaldnast þegar kemur að þýingarmiklum málum. Þar munar alltaf um mannvitið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s