Úr skjóðu þýðandans -VI Bókmenntaþjóðin les skjátexta

TV-likes-reading-books-to-read-4065527-408-300Á kennsluárunum bar leshraða barna oft á góma í foreldraviðtölum. Ég hafði þá mótaða kenningu um að barn sem getur fylgst með skjátextum, getur lesið um 140 atkvæði á mínútu og fær rúmlega 6 í einkunn (man ekki lengur kvarðann). Þessi leshraði dugar fyrir flestar léttar barnabækur en miðað við vitnisburð margra foreldra var meira lesið af skjánum  en í Jennu og Hreiðari og Guðrúnu Helgadóttur. Ef eingöngu er miðað við helgaráhorf barna yfir vetrartímann, þegar minna er við að vera en á sumrin, getur setan við skjáinn orðið 10 klukkutímar. Skjátextar á klukkutíma í erlendu efni eru um 600-650. Rúmlega 6000 skjátextar eru á við þokkalega skáldsögu. Þetta er mikilvæg tala í umræðuna um dvínandi lestur barna og ungmenna.

Ég hef ekkert fyrir mér um sjónvarpsáhorf alþýðu manna en giska á að áhorf á meðalheimili hefjist um sjöleytið, eftir plokkfiskinn og þrumarann, og ljúki um miðnætti á virkum dögum. Um helgar, einkum að vetri, er horft lengur. Óformleg könnun í nærsamfélagi mínu gefur vikuáhorfstölur allt að 40 stundum. Innlend dagskrárgerð er eins og hún er og því er efnið að mestu erlent og textað. Ígildi þriggja bóka á viku. Það er drjúgur lestur, einkum á ársgrundvelli. Við erum þjóð sem les.

Önnur álíka óáreiðanleg könnun (FB-staþusar) sýnir að lestur bóka fer einkum fram milli jóla og nýárs og í sumarfríum. Þess á milli er horft á sjónvarpið. Og þar sem þetta er dagur sleggjudóma og gífuryrða, þá er niðurstaðan þessi: Bókmenntaþjóðin Íslendingar les einkum skjátexta.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Úr skjóðu þýðandans -VI Bókmenntaþjóðin les skjátexta

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s