Úr skjóðu þýðandans – VII – Minn rass

Að þýða beint er góð skemmtun.

Í árdaga ferilsins brýndi útgáfustjóri myndbandaútgáfu hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu fyrir mér að þýða beint ef ég gæti komið því við og forðast að umorða hlutina eins og hann kallaði það. Ég tók hann á orðinu og þýddi orðið „Shit“ fjórtán sinnum sem hægðir í amerískri spennumynd. Þar sem aðalpersónan sagði þetta orð hátt og snjallt eitt og sér, varð skjátextinn mjög áberandi. Þetta var svo lagað í handriti þegar útgáfustjórinn sannfærðist.  Motherfucker í sömu mynd var ekki látinn heita móðurserðir og Son of a bitch ekki tíkarsonur.  Í staðinn koma íslensk blótsyrði.

En þá er komið að kjarna málsins. Lýst er eftir kvikmynd. Ég sá hana í sjónvarpi 2003. Þetta er ævintýramynd, sennilega fyrir börn og unglinga, hugsanlega með kóng og hirðmönnum eða einhverju álíka slekti. Hún er amerísk að uppruna með aulahúmor að hætti þarlendra. Þar sást fyrst í skjátexta á Íslandi bein þýðing á vinsælli amerískri upphrópun.

“MY ASS!” Þýðing: Minn rass!
Þetta finnst mér hljóma ákaflega vel á ástkæra ylhýra og vil að alþýða manna temji sér þessa upphrópum við flest tækifæri þar sem lýsa þarf hneykslun, ofbjóði og álíka tilfinningum og þingmenn gætu sem hægast notað þetta með viðeigandi formála; „Hæstvirtur forseti, minn rass….“

Hver er myndin? Góð verðlaun í boði.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Úr skjóðu þýðandans – VII – Minn rass

  1. Ég held að ég hafi séð „Minn rass“ í skjátexta í Lord of the Rings: The Two Towers, en það er líklega ekki í fyrsta skipti sem þetta var notað.

  2. Þessa þýðingu er ekki að finna í skjátexta Lord of the Rings: The Two Towers (né hinum tveimur myndunum í röðinni). Ég þýddi allar þrjár Lord of the Rings myndirnar og ekkert í frumtexta myndanna, sem er mun formlegri en nútímamál, gæfi tilefni til svona orðaleikja.
    Hins vegar notaði ég eitt sinn hið kjarnyrta „Helvítis fokking fokk“ í amerískri gamanmynd.

  3. Má til með að segja frá þýðingu sem kom í bíómynd sem heitir (að mig minnir) The Island:
    Útúr-reyktur hippi liggur í koju þegar sjóræningi (með sveðju og hatt) trommar niður stigann í lúkarinn. Hippinn lyftr húfunni með jónulasu hendinni, sér sjóræningjann og segir „far out, man!“ Þýðingin: „Víðsfjarri!“

  4. Ég man eftir þýðingu í ævintýramynd: Damn those fairies! sagði bóndakonan þegar álfarnir stálu þvottinum á snúrunum. Á ástkæra ylhýra hét það; „Helvítis hommatittirnir!“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s