„Verst lagði bíllinn“

lj837Fyrirsögnin er einnig heiti hóps á Facebook. Þar eru meðlimir rúmlega 1000, eru frekar duglegir að birta þar myndir af illa lögðum ökutækjum og þusa um gáfnafar eigenda þeirra. Þus í vernduðu umhverfi er ákaflega styrkjandi en andmæli eru illa séð og þá er stutt í að „virkir í athugasemdum“ leggi sitt til mála. Ég sagði mig úr hópnum eftir eina slíka deilu því ég sá og sé nákvæmlega engan tilgang í að eyða tíma í svona dans í lokuðu herbergi því nær engar líkur eru á að gagnrýnin nái til þeirra sem þurfa á henni að halda, þ.e. bílstjórar sem leggja illa og af algeru tillitsleysi og hroka gagnvart samborgurum sínum. Að vísu mýktist ég nokkrum dögum síðar og sóttist eftir inngöngu að nýju en var þá hunsaður. Ég lifi það af. Viðbót: Ég hef verið tekinn inn í helgidóminn. 🙂

Á myndinni er bifreiðin LJ 837. Átta ára gamall rauður Suzuki Grand Vitara. Bílstjórinn hefur sjálfsagt gleymt merkinu sínu heima, (oftast í framrúðu bílstjóramegin) en ætlað samt að leggja í stæði fyrir fatlaða, eins og hann á sjálfsagt rétt á.  Þar er fyrir einhver frekjuhundur á gráum sendiferðabíl með rúðum sem hefur af fullkomnu tillitsleysi stolið stæðinu af leti sinni og ómennsku, með flutning á hjólastól að yfirskini. Þar að auki er þetta við leikskóla sem bítur höfuðið af skömminni. Sumum er ekkert heilagt.

Ég hvet eindregið til þess að alþýða manna vekji athygli á hlutskipti bílstjóra eins og LJ 837. Þeir verðskulda viðeigandi skilning nærsamfélagsins.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “„Verst lagði bíllinn“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.