Úr skjóðu þýðandans -VIII -Breytingar á 365

Pálmi Guðmundsson hættir Fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á öðrum fjölmiðlum og því er uppsögn sjónvarpsstjóra 365 forsíðufrétt Moggans í dag ásamt viðtali í sunnudagsblaði. Ég hef aldrei hitt Pálma, enda bara verktaki í spóludeildinni, sem heitir núna flutningssvið, en fólkið á gólfinu hefur alltaf borið honum vel söguna. Maður kemur oftast í manns stað en þegar mikil reynsla hverfur af vettvangi, gætir þess lengi í starfsemi fyrirtækis. Honum hugnast ekki breytingarnar og þeir sem sóttu sumarhátíð 365 í gærkvöldi, hafa án efa orðið þess varir að svo er um fleiri, þótt nýir og sjálfhverfir yfirmenn séu hissa á því af hverju allir séu ekki í stuði.

Mér hugnast heldur ekki breytingarnar og viðurkenni fúslega sjálfhverfuna í því. Þótt það fylgi starfinu að horfa lítið á sjónvarp, settist ég við skjáinn í gærkvöldi og fylgdist með Frost lögreglufulltrúa á Stöð 2 Gull. Eftir 10 mínútna áhorf seildist ég í skrifblokk og penna og hóf að skrifa hjá mér. Ég gat niðurstöðunnar á Facebook í gærkvöldi og veit núna að þetta var aðkeypt þýðing, tilbúin og kóðuð, sem fer beint í tækið og svo er ýtt á Play (einfölduð lýsing á verklaginu).

Í gamla daga, meðan prófarkalesarar og málförs fóru yfir handritin, hefði svona þýðing aldrei verið keypt. En hún fæst á hálfvirði, hefur verið ódýr í upphafi og þar með hefur heilmikið verið sparað. Á pappírunum eða í Excel-skjalinu. Félagi Hjörleifur Sveinbjörnsson rétti mér oft svona handrit forðum daga ásamt spólu og bað mig fara yfir, meðan hann var deildarstjóri. Þá var fljótlegast að vinna verkið upp á nýtt frá byrjun því afar seinlegt er að endurvinna þýtt handrit þar sem villa/villur eru í hverjum einasta texta.  Nánari úttekt á þessu „listaverki“ er í smíðum en tölurnar tala sínu máli.

Í 100 mínútna mynd eru um 900-1000 textar og fer það eftir kjaftagleði persónanna. Þegar allt er talið, voru þarna rúmlega 300 villur. Innsláttarvillur, málvillur, stafsetningarvillur og rangar þýðingar, þar sem meintur þýðandi veit ekki betur og nennir ekki að fletta upp, heldur setur eitthvað sem hljómar sannfærandi. Þær röngu voru einna verstar og stundum í svo hróplegu ósamræmi við atburði á skjánum að ég efast um að „þýðandinn“ hafi borið saman texta og mynd í lokin eins og vera ber.

Eitt dæmi nægir sem forsmekkur. Vélhjól komu við sögu í myndinni (trailbike). Nákvæmast er að tala um torfæruhjól, sem aka má á stígum og utan vega. Þau voru kölluð „finna hjól“, eða „móterhjól“. Á einum stað „torfæruhjól“. En þá sást hjólið líka á skjánum og erfitt að komast hjá villu.

Nánari úttekt er lofað á mánudaginn. En þangað til tek ég undir með fyrrverandi sjónvarpsstjóranum, sem fær reyndar að hætta strax. Mér hugnast ekki breytingarnar á 365.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Úr skjóðu þýðandans -VIII -Breytingar á 365

  1. Í bandarísku þáttaröðinni I Love Lucy, sem var sýnd fyrir mörgum árum, kom fyrir atriði þar sem Lucy og ungur strákur leita sér matar í ruslagámi við veitingahús. Strákurinn spyr hvort veitingahúsið bjóði ekki upp á „cash and carry“ þjónustu – þ.e.a.s. kúnnar borga fyrir mat og fara með hann af staðnum. Nei, svarar Lucy, „They is no cash and carry here“. Þýðandinn hefur e.t.v. giskað á að „cash“ vísaði til kjötkássu og þýddi þessa einföldu setningu svona: „Nei, hér er ekkert kjöt í karrý.“

  2. Hjá dreifingarfyrirtækinu Myndformum starfar þýðandi sem kallar sig Shirley Önnu. Það er örugglega dulnefni því nafnsins hefur verið leitað vandlega í þjóðskrá. Manneskjan lætur sig ekki muna um að hafa 30-50 innsláttar- og málvillur í kvikmyndarþýðingu. 365 miðlar nota slíkar þýðingar athugasemdalaust. En meira en 300; það hlýtur að vera met.
    Ætlarðu að birta eitthvað af þessum 300 villum á málbeininu?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.