Um stóra lögheimilismálið á Álftanesi

Á fésbókinni fæddist vísa í gærkvöldi og eignaðist systur í morgun. Síðan bættust við fleiri og þar með var einboðið að leggja drög að dvergsmárri rímu um stóra lögheimilismálið. Þar er einblínt á kjarna málsins sem er hundurinn Sámur og kemur hann fyrir í hverri vísu. Ekki er útilokað að við rímuna bætist að loknu morgunskokki og öðrum húsverkum.

Álftanessveðrið er ekki gott
yfir landinu grámi
Aðalhúsdýrið ýfir skott
einhver hundur í Sámi.

Brestir í svigrúmi hjónum hjá
héðan er ekið gámi.
Ég held að Dorrit sé farin frá
forsetanum og Sámi.

Skautbúninginn í skjóðu bar
skellti kaffi á brúsa
klappaði Sámi, því komið var
kallið til föðurhúsa.

Foreldra gæti hérna hýst
hjálpa myndu við þrifin
en Shlomo og Alisa eru víst
ekki af Sámi hrifin.

í heimilisrekstri hjóna þarf
að huga að aurasöfnun
seinna fá kannski sumir arf
-Sámur upplifir höfnun.

Sárt er nú leikinn Sámur minn
en sorgina linar forrit
þar sem ferfætti félaginn
fær að Skæpa við Dorrit.

Ein athugasemd við “Um stóra lögheimilismálið á Álftanesi

  1. Viðbót eftir skokk og fjöruferð

    Núna verðum að létta lund
    og lyfta brúnum á Óla
    meðan á nesinu heimilishund
    heyrum af söknuði góla.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.