Dróttkvæði daganna

Þegar ég las Egilssögu fyrir margt löngu, heillaðist ég af dróttkvæðum Egils og man gjörla eftir Finni Torfa þegar hann fór fastmæltur með „Þél höggr stórt fyr stáli“ og útskýrði.  Bragarháttur dróttkvæða er annars þannig að braglínur eru átta,  hver braglína er 6 atkvæði með þremur áhersluatkvæðum. Fastmótað rím þar sem skiptast á skothendingar og aðalhendingar. Þetta finnst mörgum gamaldags og fornt og ég hef enn ekki lagt í að þylja dróttkvæði yfir barnabörnunum. En fyrir vikið henta dróttkvæði vel til að lýsa atburðum líðandi stundar.

Fyrir ári eða tveimur varð þessi vísa til og fjallar um Lýðnetið (Alnetið) í önn dagsins og tilheyrandi búksorgir.

Mér vill eigi móra
mær í  bleikum nærum
lækar aðra láka
langar þá at fanga
margan hef ek morgunn
meyjarlyndi sveiat
einn á fési ófús
yfir fýsnum býsnast.

Stórfrétt Vísis.is um vandræði fyrirsætunnar Írínu Sjæk sem er lafandi hrædd við eltihrella, vakti síðan athygli mína og fleiri í gær.  Íslenska þotuliðið (eða leigubílafólkið) hefur blessunarlega verið laust við slík vandamál en hlýtur samt að geta samsamað sig vandamálum Írínu og sent henni hlýja strauma yfir hafið.  Egill Skallagrímsson hefði hugsanlega lýst eltihrellum og fórnarlömbum þeirra svona:

Æstir unaðslosta
elta þeir og gelta
vondir víða á röndum
vilja meyjar gilja.
Illa er þeim við alla
yfirvöldum skrifa,
bregðast við að bragði
bann við nálgun kanna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.