76,600

Jónas Kristjánsson hittir stundum naglann á höfuðið.

„Væru hér fjölmiðlar í alvörunni mundu Lárur Hönnur Einarsdætur vera á hverri ritstjórn. Þær mundu klippa saman myndskeið og textaskeið, sem sýna, hvernig pólitíkusar verða margsaga og ganga um síljúgandi. Ég hef nefnt mörg dæmi um slíkt, en hefðbundnir fjölmiðlar láta þetta að mestu leyti vera. Pólitíkusar á borð við Ólaf Ragnar Grímsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson væru hlegnir út af borðinu alls staðar á Vesturlöndum. Hér komast menn upp með alls konar rugl, því að fjölmiðlar kryfja ekki. Síðan ganga pólitíkusar á lagið eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er ein af orsökum lýðræðisbrests á Íslandi.“

Samt skipta fréttamenn tugum og virðast hafa nóg að gera, ef marka má allt sem kemur frá þeim. Smelludólgar netmiðlanna unga út misvel þýddum fróðleiksmolum á hverjum degi um fólk úti í heimi sem er frægt fyrir að vera frægt. Þar sem líf þessa fólks er laust við afreksverk og hetjudáðir mætti halda að þar væri ekki um auðugan garð að gresja en samt er öllu tjaldað til og þegar um þrýtur, eru birtar myndir af rössum.

Sú var tíðin að vinkona mín, Bryndís Oddsdóttir, var daglegur gestur á síðum blaðanna. Á einu ári birtust um hana 106 fréttir á síðum Morgunblaðsins.  Núna fer minna fyrir Brynku minni en arftaki hennar er öllu fyrirferðarmeiri í ýmsum skilningi. Þetta er Kim Kardashian. Leit á visir.is skilar 76,600 niðurstöðum um allt frá bakhlutatíðindum, klæðaburði, tilhugalífi og mataræði til fæðingar og meðgöngu Kim. Mikil er ábyrgð þess smelludólgs sem tróð henni á síður fjölmiðils hér heima í upphafi.

Eflaust er eitthvað um tvítekningar þarna en efnið er ærið. Að baki því eru þúsundir vinnustunda sem Lára Hanna fjölmiðilsins hefði getað nýtt til skynsamlegri verka. En auðvitað er miklu auðveldara að fylla síðurnar með gúgultransleituðu efni úr erlendum slúðurblöðum í stað þess að skoða samhengi hlutanna hér heima.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “76,600

  1. Kannski ekki í hefðbundnum fréttatímum en í mörg ár hefur morgunútvarp Rásar 2 flutt okkur slúður beint frá Hollywood og þar finnst mér líklegt að umrædd stúlka hafi verið nefnd. En mér finnst þessi tegund blaðamennsku segja meira um lesendur en miðlana sjálfa. Það er til lítils að hneykslast fyrst þetta er efnið sem er mest lesið. Líka af þér og Eiði Guðnasyni 🙂

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.