Hvað kostar hlaupið?

Götu-og utanvegahlaup skipta tugum hérlendis, losa jafnvel hundraðið yfir sumarið þegar allt er talið. Þátttökugjöld eru mishá, nær alltaf sanngjörn og í hlutfalli við umgerð hlaupsins og upplifun. Þannig kostar 4000 krónur í Vorþon og Haustþon Félags Maraþonhlaupara, en 7,900 í Reykjavíkurmaraþon. Þetta þykir mjög sanngjarnt, eins og sést á þátttökunnni, og ekki síður í ljósi þess að fyrir aðgöngumiða í frægustu erlendu þonin getur þurft að borga allt að 75 þúsund krónur, t.d. í New York-maraþonið. Þetta er auðvelt reikningsdæmi en verðmat á upplifun er huglægt og fólk ræður hvort það opnar veskið.
Utanvegahlaup/fjallahlaup eru nokkur yfir sumarið. Laugavegurinn er elsta hlaupið í þeim flokki en Hamarshlaupið og Grafningshlaupið hafa sótt á undanfarin ár. Það kostar 32.900 (fyrir forsjála) að hlaupa Laugaveginn og er þá rútukostnaður og önnur útgjöld ekki talin með. Miðað við skipulag, umgjörð og ekki síst öryggisgæslu við utanvegahlaupin þykir þetta verð sanngjarnt.

Racingtheplanet
Umfjöllun um þetta hlaup hefur öðru hverju skotið upp kollinum í fjölmiðlum hérlendis en alltaf hefur vantað krónuhliðina, eða dollarana, því þetta er ekki fyrir meðaljón á kennaralaunum sem hleypur sér til skemmtunar eftir vinnu og á laugardagsmorgnum. Það kostar nefnilega 3700 dollara að vera með, eða 460 þúsund krónur. Ég geri ráð fyrir að verðið endurspegli umstangið kringum þetta en í greininni kemur fram hvað fólk fær fyrir peninginn.
Þessar tölur eru ekki settar fram til að hneykslast á háu verði, heldur til að fagna þeim tækifærum sem þarna blasa við íslenskum dugnaðarforkum til að stofna og halda utanvegahlaup fyrir ævintýragjarna útlendinga sem vilja upplifa náttúruna á þennan hátt. Ungmennafélög, íþróttasambönd og hlauparar eiga í samstarfi við ferðaskrifstofur að hafa frumkvæðið í þessum efnum og láta ekki aðra hrifsa þessa köku frá sér. Hún er nefnilega til skiptanna.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s