Beðið eftir myndum frá Nígeríu

Að áeggjan áhugamanna um erlend samskipti, einkum við meinta þríþrautarforkólfa frá Nígeríu, bað ég doktor Gloríu um myndir af vöskum sveinum og meyjum við íþróttaiðkan eða aðra álíka uppbyggjandi og ungmennafélagslega iðju fyrir vefsíðu sambandsins. Einnig tjáði ég henni að æfingabúðirnar væru orðnar að meiriháttar viðburði hér heima því íslenska þríþrautarlandsliðið myndi æfa með þeim og fengju gestirnir fyrir vikið miklu meira út úr æfingunum. Sennilega hefur doktorinn falið undirtyllu sinni að svara bréfinu því svarið er spunastutt með undirliggjandi ákefð og undirskrift vantar:

„Dear Mr Gisli,

We would appreciate if your national team can training with us doing our training.As for the pictures we don’t have much pictures of this team.Please we would like to know when are you sending the official Invitation letter to us.Please we would need you to send us the hotel booking of our team and let us know when is the official invitation letter.

Hope to hear from you soon.“

Ég er fylgjandi sporakerfum og ákvað að halda þessu áfram einn dag enn. Eða tvo. Þetta svar var hripað með ást og hlýju:

„I assure you that the official letter of invitation is in process and should be confirmed in due course this week. I have asked the proprietor of hotel Úti Kamar to send you a booking confirmation.
As the training camp is turning into a small event here and our team is looking forward to the visit from your country, some pictures would be appreciated. You could of course take some pictures of your athletes training, or a group picture or perhaps a picture of them holding a sign, that says, „We Love Iceland“ or „Komaso 3SH“ (3SH is your hosting club at Lake Kleifarvatn). We would be ever so grateful.“

Þetta sendi ég árla morguns. Undirtylla Gloriu er á vaktinni og svaraði um hæl, með meiri ákefð en áður hefur sést í bréfunum en gefur ekkert út á myndirnar. Í svari mínu nefni ég að staðarblöð í Hafnarfirði og Vogum á Vatnsleysuströnd vilji gjarna fjalla um heimsóknina frá Nígeríu en til þess þurfi myndir.  Nú er beðið eftir næsta bréfi. Sennilega er stutt í það.

Meðan við bíðum má rifja upp söguna:

1. Þríþrautarfólk væntanlegt frá Nígeríu.

2.Skreið til Nígeríu.

3. Þriðja bréfið.

4. Fjórða bréfið.

5.  Fimmta bréfið.

6. Sjötta bréfið.

7. Í lopapeysum frá Nígeríu.

8.  Boðsbréfið.

9. Azerar létu gabbast.

Viðbót: Þetta kom í morgun:

„Dear Mr Gisli,

We Would forward all the pictures Requested to you soon.

Thanks“

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Beðið eftir myndum frá Nígeríu

  1. Gaman að sjá hvað hvatningin komaso er enn í fullu gildi. Þetta heyrðist óspart á öllum fótboltavöllum Reykjavíkur á sjötta áratug síðustu aldar. Vignir Andrésson hét frægur íþróttakennari við GA. Hann var vanur að segja: Koma svo, grimmir. Þetta þótti fyrirtakshvatning. Blessaður haltu áfram að fá Nígeríumennina til að koma. Er ekki útsýnið gott frá hótel Úti Kamri?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.