Kaffidrykkjuklúbburinn við Sædýrasafnið

Eftir samskipti mín við nígeríska svikahrappa sem flækja sig ekki í vitinu, hélt ég að ákveðnum botni væri náð og nú myndi ég ekki heyra ámóta steypu framar. En þar skjátlaðist mér. Lögmaður kampavínsklúbbanna trompar þá nígerísku gersamlega en tókst um leið að gefa mér góða viðskiptahugmynd.

Ég ætla að stofna kaffiklúbb. Þar kostar hver bolli af uppáhellingi 3000 krónur. Á staðnum verða einnig kettir mínir, Depill Sigurður og Brandur. Gestir í klúbbnum geta fengið að ræða við kött afsíðis í stuttan tíma og borga fyrir það 5000 krónur fyrir sirka 10 mínútur. Þeir félagar eru frekar mjákvæðir en ég ábyrgist ekki að gestir skilji þá. Ef gestir vilja klappa kettinum á meðan, kostar það 5000 krónur í viðbót. Ef köttur nuddar sér upp við gest í ákveðinn tíma, kostar það 10 þúsund. Þetta er fundið fé því þessa þjónustu hefur lengi vantar hér í hverfið. Verðinu er stillt í hóf. Ég veit að kaffibolli á Súfistanum kostar sirka 400 krónur en þar er ekki hægt að fá kött. Það eina sem ég óttast er samkeppni. Ég veit um fólk í næstu götu sem á tvo ketti eins og ég og gæti átt það til að herma eftir mér. (Þá verð ég brjálaður því ég þoli ekki samkeppni).

Ég hef hins vegar orðið var við ranghugmyndir í nærsamfélaginu og skilningsleysi á þessari fyrirhuguðu starfsemi, jafnvel hefur orðið „kattsal“ borið á góma. Ég blæs á slíkt. Mínir kettir búa hér frítt, mega fara út með ákveðnum reglum og hafa það heilt yfir gott. Ég tel mig ráða alfarið yfir tíma þeirra og feldi, sem er mjúkur og glansandi. Eflaust munu öfgasamtök og skoðanadólgar fara mikinn, aðallega í fjölmiðlum og á fésbók, eins og þeirra er vandi, en ég hef þegar tryggt mér lögmann til að taka á öllu slíku. Þar er líka fundið fé.

Mörg nöfn komu til greina á klúbbinn, svo sem Kit Kat, Stray Kats, Club Pussy en ákveðið var að hann héti Eros, þar sem það endurspeglar best tilgang staðarins, sem er kaffidrykkja í notalegu umhverfi í félagsskap snoturra katta.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Kaffidrykkjuklúbburinn við Sædýrasafnið

 1. Vinir mínir í Nígeríu reyndu að þýða þessa færslu því þeir halda að hún fjalli um þá. Þetta varð útkoman:
  After my relationship with Nigerian swindlers who involves himself not to know, I thought for certain the bottom was reached and now I would not hear similar concrete again. But I was wrong. Lawyer champagne clubs trump the Nigerian completely but was soon giving me a good business idea.

  I’m going to create a coffee club. Since costs each cup of a percolated match 3000 crowns. The site will also be my cats, Spotty Sigurd and jokes. Visitors to the club can get involved with cat aside for a short time and pay for it for 5000 crowns Almost 10 minutes. The members are further mjákvæðir but I can not vouch that visitors understand them. If visitors want to pat the cat while, it costs 5000 crowns in addition. If a cat rubs up the guest for a time, it costs 10 thousand. This is found money for this service has long missing here in the neighborhood. Prices are moderate. I know that a cup of coffee costs Súfistanum Almost 400 crowns but can not get a cat. The only thing I fear is competition. I know of people in the next street who has two cats as I could and it refers to imitate me. (Then I crazy because I hate competition).

  I have, however, the word was with delusions of local community and understanding of this proposed activity, even has the word „kattsal“ have been mentioned. I blow on it. My cats live here for free, may go out with certain rules and have it complete the good. I consider myself solely determine the time of their fur, which is soft and shiny. No doubt there will öfgasamtök and opinions Foe going great, mainly in the media and on facebook, as their is a problem, but I have already secured my lawyer to take on all this. It also found the money.

  Many names were considered at clubs such as Kit Kat, Stray Kats, Pussy Club but decided that he was named Eros, as it best reflects the purpose of the place, which is the taking of refreshments in a cozy environment for a companion appliances ral cats.“

  Kettirnir Spotty Sigurd og Jokes höfðu gaman af þessari þíðingu.

  • Nokkuð fyndið en góð hugmynd, best væri ef maður gæti komið með eigin kött og jafnvel hundinn sinn á staðinn.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.