Ekki þrífa!

listaverk mölbrotið-migið á almannafæri Meðan Reykjavíkurmaraþon var haldið morguninn eftir svonefnda menningarnótt, þurftu starfsmenn og keppendur að mæta ofursnemma, ýmist til að stilla upp tækjum og búnaði eða til að hita upp, því ræst var rúmlega 8 að morgni sunnudagsins. Fyrir starfsmönnum flæktist stundum sauðdrukkið fólk sem grýtti flöskum eða glösum í götuna að skilnaði, ældi við endamarkið eða dundaði sér við að slíta borðana því það þótti fyndið. Í fjarska heyrðum við í vélsópunum sem leggja víst snemma af stað á sumrin til að enginn þurfi að vakna við miðbæinn eins og hvolft hafi verið úr sorptunnum á göturnar og migið yfir.

Þeir sem venjast því að eftir þá sé þrifið, halda uppteknum hætti. Þeir míga utan í næsta húsvegg, kasta umbúðum, bréfum, hálfétnum mat á götuna eða inn í næsta garð, brjóta bjór-og vínflöskur á malbikinu í fullkomnu kæruleysi og vita að daginn eftir verður búið að þrífa allan sóðaskapinn eftir þá.  Þetta var skrifað 2007:

„Hverja helgi breytist miðbær Reykjavíkur að nóttu til í dýragarð. Bærinn fyllist af rusli og hávaðinn verður svo ærandi að fólk sem býr þar getur ekki sofið. En það er ekki nóg með það. Skemmdarverk eru unnin á húsum og bílum.“

Mér finnst einboðið að fara nýjar leiðir í þessum efnum. Hættum að þrífa skítinn eftir aðra.  Ræsum ekki vélsópana í rauðabítið, látum æluna þorna á götunni, leyfum glerbrotunum að safnast upp og þvaglyktinni að fylla sumarloftið.  Hættum að þrífa.

Leyfum skemmtanaglöðu sóðunum að mæta í miðbæinn eins og þeir skildu við hann.Það er mátulegt á þá. Þegar nógu margir hafa fengið nóg af umgengninni, gerist hugsanlega eitthvað. Hættum að þrífa!

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.