Sólskinið í Caldes

Við sem almennt búum nálægt Sædýrasafni hinu forna, höfum skipt á húsi, bíl og köttum við indæla spænska fjölskyldu, sem kann að meta íslenskt veður og húrrar fyrir hverjum regndropa og degi sem er undir 10 gráðum í meðalhita. Á meðan mórum við okkur í kastala þeirra í Caldeshreppi í Börsungasýslu þar sem veðurfar er á við gott íslenskt sumar, þ.e. 14 gráður á morgnana og fer hæst í 27 yfir hádaginn en þá er innfæddum heitt.  Hér munum við una lungann úr ágústmánuði við letilíf, lestur, þorpaheimsóknir hist og her, aðallega þó her, stöku borgarferð til Barselónu og fyrirhugað er innlit í nágrannabæi. Þetta er notalegur bær, minni en Hafnarfjörður og við erum einu túristarnir í hverfinu. Það er ágætt.

Vel gengur að láta dagana líða og eftir morgunskokk og fjallgöngu dagsins heimsóttum við sundlaug bæjarins sem er á stærð við Suðurbæjarlaugina en grasið kringum hana er grænna.  Þarna syntum við vort hundasund, hlustuðum á heimamenn tala á ofurhraða og lásum.  Og mér varð huxað til Káins sem orti svo fallega um sólskinið í Dakóta og Baggalútar gerðu góð skil. Ég dundaði mér við að berja í rím nokkrar hugleiðingar um sólskinið í Caldes og hafði bragarhátt Káins að leiðarljósi. Að vísu hefur frægt skáld í ónefndum firði sagt að ég kunni ekki rassgat í bragfræði en ég er frekar ánægður með þann dóm. En þetta er sem sagt ágrip af kvæðinu Sólskinið í Caldes undir áhrifum af sundlaugargestum.

Túristarnir „tanið“ þrá
tala mest um veðrið.
Þá er fögur sjón að sjá
sólina baka leðrið.

Enga brekku fimir fá
fyrir vatnaskíðin.
Sólin horfir hissa á
háværan borgarlýðinn.

Úti í löndum una má
eftir dægurþrasið.
Þá er fögur sjón að sjá
„cervesu“ fylla glasið.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Sólskinið í Caldes

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.