Daglega lífið í Caldeshreppi

Í Caldeshreppi er flest í föstum skorðum sem við uppgötvum reglulega. 15. ágúst voru helstu verslanir, stofnanir og fleira lokaðar, því þá átti alþýða manna frí vegna upprisu Maríu móður Jesú forðum daga, þar sem hún hitti fyrir barnsföður sinn. Kaupfélagið var auðvitað harðlæst og því fórum við í litlu búðina hjá bræðrunum og keyptum brauð beint úr ofninum.
2013-08-07 12.35.59
Hér er heitt vatn í ríkum mæli og rennur 70 gráðu heitt úr túðu á bæjartorginu. Þangað sækir fólk heitt vatn á kúta ef stórhreingerningar standa fyrir dyrum eða árlegur baðdagur heimilisföðursins. Caldesá vökvar garðlönd bæjarbúa og kalda vatnið er álíka bragðgott og það íslenska, beint úr krananum.
Elli-og hjúkrunarheimili bæjarins er kennt við heilaga Súsönnu og við höfum oft mætt vistmönnum á gönguferðum um miðbæinn. Þeir fara um í þremur flokkum: Göngugrindur, hjólastólar og stafhafar. Síðan er sest í skuggann og stundum hellt sangríu í glös.
Hreppsbúar eru trúaðir og við Kirkjustræti stendur tröllstór iglesia sem er búin hljómmiklum klukkum. Þær hjálpa okkur að fylgjast með tímanum og tilkynna hvern stundarfjórðung með tilheyrandi slætti. Á heila tímanum slær litla klukkan fjórum sinnum og síðan tekur sú stóra undir. Fimmtán högg alls klukkan ellefu. Gestir á nærliggjandi veitingahúsum þagna yfirleitt þegar slátturinn stendur yfir, bæði af virðingu við almættið og líka vegna þess að hávaðinn kemur í veg fyrir samræður.
Samskipti okkar við heimamenn ganga betur með hverjum degi. Upprifjun á námskeiðinu góða í Tarifa stendur yfir og ný orð bætast daglega við forðann. Ekki veitir af. Þar sem skortir orð, kemur táknmál í góðar þarfir.
Það er alveg hægt að venjast hitanum hérna. En yfir hádaginn væri gott að fá íslenskan vind öðru hverju.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s