Sorphirðumál hér og þar

2013-08-19 09.41.04
Í morgun minnti flugrit Hafnarfjarðarbæjar mig á að brátt yrði blárri tunnu ekið hér í hlað. Sú á að hýsa pappír og dagblöð og verður tæmd mánaðarlega. Fyrir vikið rifjaði ég upp morgnana í Caldeshreppi þar sem við dvöldum í sumarfríinu. Út um svefnherbergisgluggann á þriðju hæð sáum við glytta í tunnuport hverfisins og á hverjum morgni klukkan hálfsjö komu Ramón og Carmen á bifreið sinni og tæmdu gám og veitti ekki af því sennilega hafa 30 heimili samnýtt þessa gáma. Svipuð port eða gámaþrennur (fernur) sáum við víða á flakki okkar. Fólk flokkaði sorp sitt og gekk vel um portið. Ef sama fyrirkomulag væri hér í hverfinu, myndu Vallarbyggð og Teigabyggð nýta gámaport með Hamrabyggð. Þrjár götur. Eitt port. Hagræðing? Maður spyr sig.

Myndin með færslunni er frá smáþorpinu Riells del Fai.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Sorphirðumál hér og þar

  1. Þetta er á réttri leið í Skerjafirði – pappír og plast losar maður í grenndargáma sem eru vel staðsettir á litlu plani milli skáldanna. Safnkassi fyrir lífrænt sér svo til þess að lítið fer í heimilistunnuna milli tæminga.

  2. við sluppum við að blárri tunnu yrði neytt upp á okkur, væntanlega vegna þess hve lítið sorp kemur frá húsinu. Endurnýtum enda nærri allt sem hægt er.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s