Wesserbisser rýnir í auglýsingu

Skemmtanalíf á Suðurnesjum hefur löngum þótt blómlegt. Þar stendur til að halda unglingadansleik eftir rúma viku og hafa stóryrtar fullyrðingar í auglýsingunni vakið athygli. Ég veit að því fylgir ákveðin áhætta að hafa skoðun á svona uppákomum og hefði átt að læra af reynslunni eftir skoðanaskipti um blautbolakeppni þar fyrir ári þar sem kjarninn í andsvörum heimamanna var þessi: „Ertu hommi? Ertu loðin undir höndunum? Hafið ekki fengið það lengi? Á ég að rúnka þér?“ En þar sem ég er nýkominn úr sumarfríi, jákvæður með afbrigðum og nenni ekki að hafa skoðun á Hofsvallagötunni, er best að láta vaða og byrja á tilvitnun í auglýsinguna á Fésbókinni:

„DJ MUSCLEBOY
– Gagnrýnendur eru strax farnir að kalla þetta besta ball allra tíma.

DJ ÓLI GEIR
– King Óli Geir fær þann mikla heiður að hita upp fyrir hinn virta plötusnúð DJ Muscleboy. Til hamingju Óli minn!

SVERRIR BERGMANN
– Lagið ÁN ÞÍN hefur verið ein besta íslenska ballaða sem gerð hefur verið á klakanum. Fyrir stuttu gerði Dj Musleboy dansútgáfu af laginu sem hefur verið að slá mikið í gegn. Þeir félagar taka lagið live á Ljósanæturballinu.“

DJ Muscleboy hefur verið sagður vinsælasti og virtasti (breyting eftir ábendingu EE) plötusnúður landsins. Ég veit að hann var á húkkaraballinu  og á einu balli á Akureyri en hefur þar fyrir utan eitthvað starfað við útvarpsþætti.  (Viðbót: Hann gefur upp 4 dansleiki alls). En kannski þarf ekki meira til. Hvað veit ég? Samkvæmt þessu er hann einn óreyndasti snúður landsins og þótt víðar væri leitað. En þessir „gagnrýnendur“ vita örugglega betur en kattareigandi í Habbnarfirði.

„Besta íslenska ballaðan sem gerð hefur verið á klakanum.“  Aftur er frekar vel í lagt því lagið er eftir Bon Jovi (Always).  Sverrir Bergmann sigraði í SF með það fyrir mörgum árum. Í upplýsingum um nýju útgáfuna stendur þetta:

„Flytjandi: Sverrir Bergmann
Texti: Auðunn Blöndal
Stjórn upptöku: Markus B. Leifsson, DJ MuscleBoy
Mix/Útsetning: Markús B. Leifsson.“

Ef marka má auglýsinguna eru Markús og Muscleboy einn og sami maðurinn. „Þeir félagar“ ætla að taka lagið live, eins og sést á þessu myndbandi. Þarna leikur Muscleboy á gítar á sviðinu og ferst það einkar vel úr hendi. Allir sér skemmtu vel á ballinu.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s