Einkabusun

Eftir færslu morgunsins „Viðurkennd og samþykkt niðurlæging“, fékk ég ýmsar ábendingar og þá einkum um þetta fyrirbæri sem fyrirsögnin lýsir. Í sumum framhaldsskólum þykir sumum „venjuleg“ busavígsla nefnilega ekki nógu góð/krassandi/ofbeldisfull/niðurlægjandi og taka þá að sér svonefnda einkabusun. Henni er t.d. lýst í þessum pistli. Þar segir m.a.:

„Busavígslan í MK er af tvennum toga. Það er hefðbundna busavígslan sem er á vegum skólans og til að halda fólki á tánum eru nokkrir eldri nemendur búnir að setja sig í hlutverk böðla sem minna helst á orkana í LOTR. Í þessari vígslu þurfti maður að hlýða öllu því sem að böðlarnir báðu mann um að gera, eins og t.d. að halda á feitum nefndarfulltrúum, borða súrmat og drekka mysu.

Það má segja að hinn venjulegi busi hafi sloppið vel undan þessari busun og gat farið nokkuð sáttur heim. En það átti hinsvegar ekki við þá sem lentu í einkabusun en það er einmitt hinn leggurinn í busavígslunni.

Hvað varðar einkabusun þá er líklega betra að vera veggjarlús sem enginn þekkir. Einkabusun lýsir sér þannig að nokkrir eldri nemendur koma sér saman um að taka nokkra busa að sér, hella þá fulla og fara með þá niðrí bæ að leysa alls kyns þrautir. Því miður lenti ég í einni slíkri og hér fáiði söguna af því.“

einkabusunFG2012Í efnisleit minni fann ég margar myndir frá FG og einnig þennan pistil sem Kristinn Þorsteinsson skrifaði haustið 2012, fyrir hönd skólayfirvalda í fréttabréf skólans.  Þar koma fram athygliverðir punktar. Þrátt fyrir þessi orð er enn busað í FG og draga böðlar hvergi af sér ef marka má nýlegar myndir.

Oft er sagt að það læri börnin sem fyrir þeim er haft. Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari í Flensborg, tjáði sig í viðtali þegar tilkynnt var að hætt yrði að busa í Flensborg. Ekki voru allir sáttir við það eins og fram kemur í fréttinni. Magnús útskýrði sjónarmið sín nánar í þessum pistli og segir m.a. þetta: „Þá er jafnan mestur vandinn að glíma við áhorfendur, eða þá einstaklinga sem sitja fyrir nýnemum annað hvort fyrir hátíðina eða að vígslu lokinni. Þar eru oftast á ferð litlir sæmdarmenn sem ræna viðkomandi til ýmissa verka. Getur það verið að bera skólatöskur, þvo bíla eða þá að viðkomandi er ekið langar leiðir og skilinn eftir jafnvel peningalaus. Þessir bíltúrar fara gjarnan þannig fram að fórnarlambinu er stungið í bílskott og á leiðinni kappkostað að fara yfir hraðahindranir enda fórnarlömbin oft illa marin. Stundum eru eintaklingar merktir, t.d. með miðum eða þá að það er krotað í andlit þeirra. Dæmi veit ég um að nemandi í skóla einum þurfti að fara í andlitsaðgerð vegna slíks.

Í öllu falli fara ránsmenn jafnan fleiri saman gegn fáum, eins og hýenur gera og þykir ekki sómi af. Oftast kallað ragmennska. Þeir eru ekki endilega nemendur viðkomandi skóla, stundum fyrrverandi og þeir ýmist telja fórnarlambinu trú um að þetta verði gaman eða hafa þá þannig í hótunum við það að fórnarlambið gefur eftir. Síðan þorir fórnarlambið ekki að klaga eða kæra því hótanir hafa verið uppi um það líka. Ef gjörningsmenn nást þá eru þeir fljótir að bera því við að um gaman hafi verið að ræða og ekki ætlunin að valda skaða. Þekkja menn lýsinguna af öðrum sviðum?

Það versta af öllu er að þessi plagsiður er farinn að breiðast út a.m.k. hér í Hafnarfirði þar sem gengi unglinga í 9. og 10. bekk ráðast á nemendur í 8. bekk til að busa þá. Er þó enginn skóli hér í bæ með aðskildar unglinga- og barnadeildir, heldur eru allir grunnskólarnir það sem kallað er heildstæðir.

Það sem þessir hópar eru að gera snertir ekki skemmtilegheit heldur er þarna á ferðinni illmennska sem jaðrar við kvalalosta. Þeir gera þetta ekki í umboði eða nafni eins eða neins og þeir eru algerlega að eyðileggja það að nemendafélög geti staðið fyrir busavígslum í framhaldsskólum.“

Þróunin er í rétta átt. Æ fleiri framhaldsskólar leggja af busavígslur og reyna þess í stað að taka vel á móti nýnemum. Annars staðar eru skólayfirvöld enn að hugsa málið. Hvenær skyldi koma að því hausti þar sem þessi umræða verður óþörf?

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Einkabusun

  1. Atlar virkilega enginn einlægur málsvari obbeldis og hryðjuverka að upphefja áslátt og lofsyngja hæfilegar misþyrmingar. Það vita t.d. allir að af misjöbbnu þrífast börnin bezt!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.