Viðurkennd og samþykkt niðurlæging

Eitt af áhugamálum mínum er að fylgjast með inntöku nýnema í skóla, bæði framhaldsskóla og grunnskóla.  Tvö börn mér nákomin og kær byrjuðu í nýjum skóla í haust og var vel á móti þeim tekið í anda ástar og hlýju.  Hvort þau verði jafn ánægð eftir fyrstu vikuna í framhaldsskólanum sínum skal ósagt látið en ég vona að þá hafi framhaldsskólanemar látið af þörf sinni til að niðurlægja og auðmýkja nýnema. Mikil umræða varð um þetta í netmiðlum og víðar á liðnu hausti en síðan er liðið tæpt ár og sums staðar virðist fátt hafa breyst.

BusiMS
Þetta eru busareglur fyrir nýnema í MS.
busiHundur
Þessi mynd er í boði FG. Hana og fleiri er að finna á netinu og fylgja skemmtilegar merkingar með, t.d. busaógeð, busaket, busadrasl. Þar eru myndir af fiskikari fullu af einhverjum viðbjóði, sennilega fyrir niðurdýfingu og eru mjólkurvörur ekki sparaðar. Rauði þráðurinn virðist vera sá hvað þetta er gaman fyrir alla, einkum fyrir busana. Það er í anda umræðnanna sem áttu sér stað í fyrra og sjá má við færslur þær sem vísað er til efst í þessum pistli.
busunKer
busunMS

Síðasta myndin er skjáskot af frétt frá busun í sænskum skóla. Honum hefur nú verið lokað. Eflaust eru nemendur þar grútfúlir vegna afskiptasemi og húmorsleysi fullorðna fólksins, sem vogaði sér að hafa afskipti af móttöku nýnema í skólann. En svona eru Svíar víst inni við beinið. Ég óska annars öllum framhaldsskólanemum velfarnaðar og vona að þeir komi tiltölulega óskaddaðir út úr busavígslunni. Gaman væri að þeir hefðu frumkvæði að því að leggja þetta ofbeldi í skjóli skólayfirvalda niður, fá útrás fyrir ofbeldisþörf sína í tölvuleikjum eða bardagaíþróttum og geri sér grein fyrir að það er hægt að hefja skólaárið með öðrum hætti en niðurlægingu og auðmýkingu.
Busun í Svíþjóð

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Viðurkennd og samþykkt niðurlæging

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s