Sjúddirarírei gleðigöngunnar

Menn eru misjafnlega kæruglaðir þessa dagana. Sumir hafa jólabókina „Frásögn um margboðaða málshöfðun“ í flimtingum, sem mun vera eftir nóbelsskáld, en aðrir steðja á lögreglustöðina og kæra.  Það gerði Siglfirðingurinn siðprúði og siðavandi sem hefur nú fengið stuðningsmenn sína til sín á víðlendum Fésbókarinnar. Ekkert verður fullyrt um einlægnina að baki hópsins en þessi mynd rímar illa við tvítekna kæru söngvaskáldsins:

brekkus_jpg Gylfi Ægisson

Gylfi Ægisson skrifar þetta annars á opinn vegg sinn á FB og vitnar í kommentakerfi DV.

„Ég þakka stuðninginn kæru vinir. Hérna skrifar hugrökk kona það sem hún sá í gleðigöngu! (sic)
Barnavernd og yfirvöld breiða blessun sína yfir. Gleðigangan á allann rétt á sér en
hún verður að breytast til að perrar eyðileggi hana ekki með svona hætti eins og er skrifað hér fyrir neðan.
Járnbrá Hilmarsdóttir • Fylgjast með • Virkur í athugasemdum • Vinnur hjá Ég sjálf
Ég hef nú ekki viljað tjá mig um þetta mál að neinu leiti,en rakst hér á það sem einn pabbinn deildi á síðunni sinn á facebook og reindar hef ég séð fleiri álíka statusa ,en þar sem ég er ekki á móti einum né neinum hvort það sé kynhneigð,trú,eða þjóðerni ( já eða bara gamlir rugludallar eins og Gylfi í þessu máli ) ,en þetta er einmitt það sem ég held að hann Gylfi er að tala um….hér kemur statusinn……Tja ég fór í þessa göngu í fyrra eða hitt í fyrra með fjölskyldunni minni til að styðja við bakið á tendgapabba mínum og hans manni sem eru yndislegir menn í alla staði. Þarna í þessari göngu var ýmsilegt skemmtilegt að sjá en líka sumt miður þar sem einn maður gékk ber að ofan léðurbuxum með gat á rassinum og á bakinu stóð DO ME eða ríddu mér í rassinn á íslensku og píla sem benti niður á rassinn á manninum. Ég kippti mér nú ekki svo sem upp við þetta en þegar sonur minn þá 6 ára spurði mig hvað stendur þarna á manninum þá rann nú á mig önnur gríma og ég gerði mér grein fyrir að þessi ganga ætti kannski að vera bönnuð börnum. Þeir sem standa fyrir þessari göngu verða að sjá til þess að allir geti komið og séð hana ef hún á að fara fram í dagsbirtu að mínu mati. Spurning um að kynna sér hlutina til hlítar áður en ráðist er á Gylfa Ægis ég get hinsvegar ekki staðfest að þessi ganga hefði verið eitthvað ósiðleg en ég skil alveg að fólk hafði forðað sér með börn í burtu ef hið sama hefði verið uppi á teningnum og þegar ég fór með mín börn þarna.“

Nokkru fyrir gleðigönguna í ár ritaði Íris Ellenberger grein þar sem hún hvatti þá sem  hugðu á steggjun verðandi brúðguma að sýna gleðigöngunni þá sjálfsögðu virðingu að misnota hana ekki með uppákomu eins og þeirri sem hér er lýst að ofan. Ég sá þennan tiltekna unga mann og þá sem eltu hann í hæfilegri fjarlægð á sínum tíma, sennilega fyrir 3 árum. Hann átti álíka mikið erindi í gleðigöngu þennan dag og Gylfi Ægisson á lögreglustöðina í fylgd ljósmyndara, fyrst til að kæra Samtökin 78 og síðan Hinsegin daga. Nú er útlit fyrir að Gylfi þurfi að halda þangað í þriðja sinn því næsta víst er að hann þurfi að kæra þennan unga mann fyrir meinta særða blygðunarkennd. Hinn möguleikinn er samstarf Gylfa og Hinsegin daga til að halda tilvonandi steggjum sem lengst frá göngunni.

„Spurning um að kynna sér hlutina til hlítar…“ Gaman að þessari setningu í tilvitnuninni. Eitthvað segir mér að Gylfi Ægisson hafi ekki lesið hana. Hitt er annars á hreinu eins og hann benti á í upphafi og meðfylgjandi mynd staðfestir. Víða eru typpin fyrir innan….

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Sjúddirarírei gleðigöngunnar

  1. Það kom sérstök tilkynning frá Hinsegin dögum fyrir gönguna í ár að steggjun væri alls ekki liðin í göngunni og að hún væri fyrir réttindabaráttu og sýnileika hinsegins fólks en ekki til að niðurlægja aðra eins og líklegast var tilfellið með þennan mann í leðurbuxunum.

  2. Bakvísun: Hlegið að eða hlegið með sjúddirarireiinu | Málbeinið

  3. Bakvísun: Hossum við heimskum gikki? | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s