Íslendingar á heimsmeistaramóti

Mörgum er í fersku minni þríþrautarkeppnin á Ólympíuleikunum í fyrra þar sem margir bestu karlarnir og konurnar öttu kappi á glæsilegri braut í Hyde Park. Nú er komið að því að endurtaka leikinn á heimsmeistaramótinu í þríþraut þar sem atvinnumennirnir eru í sérflokki en einnig er keppt um titla í öllum aldursflokkum karla og kvenna og þar eigum við Íslendingar einn stærsta hópinn eða um 35 keppendur sem hafa lagt hart að sér við æfingar frá áramótum og uppskera væntanlega eins og þeir sá.
Heimsmeistaramót er hápunktur íþróttaferils flestra og ITU, Alþjóðaþríþrautarsambandið, og ETU, Evrópusambandið, hafa lagt mikið í þetta lokamót sumarsins. Í fréttabréfi ETU eru kynntir þeir sem líklegir eru til afreka í sínum flokkum og þar er fyrst nefnd til sögunnar Birna okkar Björnsdóttir, fulltrúi 3SH í Hafnarfirði. Eftir langt keppnistímabil hér heima ætlar hún að toppa í London. Hún hefur verið í sérflokki í þríþrautum og hjólreiðakeppnum hér heima, nær að æfa allt að 12-15 tíma á viku, þrátt fyrir fulla erfiðisvinnu. Svona er hún kynnt:

Birna London

Nafn:   Birna Björnsdóttir
Þríþrautarsamband: Ísland
Aldursflokkur:  40-44 Konur

Birna Björnsdóttir er gott dæmi um þær fórnir sem þúsundir keppenda í aldursflokkum færa til að geta tekið þátt í þríþrautarkeppnum um heim allan.

Hún er slökkviliðsmaður og sinnir líka sjúkraflutningum á 12 tíma vöktum sem geta verið lýjandi. „Eftir erfiðan vinnudag þarf ég oft á hvíld að halda og þá sleppi ég stundum æfingu og hvíli mig í staðinn, “ segir Birna.

„Ef maður æfir mikið verður að gæta þess að fá nægan svefn. Vaktirnar mínar eru frekar langar og eftir 12 tíma vinnu er lítil orka eftir fyrir annað þann daginn.“

„Í mínu tilfelli er þetta frekar erfitt, engar tvær vikur eru eins og ég verð að skipuleggja æfingarnar mínar sérstaklega fyrir hverja viku. Fjöldi vinnudaga og frídaga ræður því hve mikið ég get æft í hverri viku.

Birna var í landsliðinu í sundi á sínum tíma og í London keppir hún á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í þríþraut. „Fyrsta þríþrautin mín var 2011, sprettþraut. Ég átti ekki hjól og fékk það lánað hjá vini mínum. Ég eignaðist svo hjól í ársbyrjun 2012 og hef síðan æft fyrir sprettþraut og ólympíska vegalengd (1500 metra sund, 40 km hjól og 10 km hlaup).

„Vinsældir þríþrautar aukast stöðugt með hverju ári á Íslandi og um 60-120 keppendur eru í hverri keppni en alls eru keppnirnar 10-12 yfir sumarið. Hálfur járnmaður (1,9 km sund, 90 km hjól og 21.1 km hlaup) er lengsta keppnin en tugir Íslendinga hafa lokið heilum járnmanni utanlands og hafa þá farið víða um heim.

Birna hlakkar til keppninnar en viðurkennir að hún hafi fórnað miklu til að komast til London. „Ég hef keppt mikið í sumar til að vera undirbúin. Næstum hverja einustu helgi hefur verið löng æfing eða keppni og ég hef ekki haft mikinn tíma fyrir fjölskylduna. Ég á mann og tvo stráka, 13 og 10 ára. En ég ætla að vera meira með þeim eftir keppnina í London.“

Nánari upplýsingar um ITU World Triathlon Grand Final London – smellið hér

Hér eru svo upplýsingar um aldursflokkakeppendur í London – smellið hér.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.