Ruddaskapur og smekkleysa

Húgó Þórisson lést 15. september og lát hans er tilkynnt í fjölmiðlum í dag, 17. september. Hann er öllum sem þekktu hann mikill harmdauði. Ég minnist hans fyrir fróðlega fyrirlestra, skemmtileg og áhugaverð skrif og almenna manngæsku. Megi hann hvíla í friði.

En svona hugsa ekki allir og mér þótti miskunnarleysi fésbæklinga ná nýjum hæðum í kvöld þegar ég settist við tölvuna.

Sigrún Ásta 2
Þegar tenglum er deilt á FB frá Mbl, DV og Vísi, er hægt að breyta textanum. Þessari ungu Selfossmær þykir þetta ákaflega fyndið og hún er stolt af skopskyni sínu og frumleika. Undir þetta tekur FB-síðan Húmor fyrir lengra komna og deilir brandaranum með henni. Hún á sér líka viðhlæjendur.
Húmor fyrir lengra komna-Walter White

Ég gerði athugasemd við þessa færslu á Húmorsíðunni. Þar á bæ vill fólk ekki láta eyðileggja brandarann og eyddi aðfinnslum mínum. Þar að auki var ég blokkeraður svo ég gæti ekki tjáð mig um þetta. Ég sendi einnig Sigrúnu Ástu fyrirspurn. Hún svaraði henni ekki, heldur hélt áfram að grínast með þetta.

Ég er orðlaus. Það hendir ekki oft. Ég hélt að svona fólk væri ekki til.

Viðbót: 28 manns hafa nú lækað þennan „brandara“ á Húmorsíðunni og halda uppi vörnum. Þetta fólk á ekki til sómatilfinningu.
Viðbót af HFLK

Viðbót: Ábending frá lesanda: „Mér finnst rétt að það komi fram hér að Sigrún Ásta hefur sent aðstandendum Hugos póst og beðist afsökunar. Að hennar eigin sögn fór þetta allt allt of langt. Hún sér stórlega eftir þessu og er svo að segja í rusli!“

Afsökunarbeiðni Sigrúnar Ástu. Þar með ættu öll kurl að vera komin til grafar.

afsökunarbeiðni Sigrún Ásta

.

27 athugasemdir við “Ruddaskapur og smekkleysa

 1. Ég er orðlaus. Það hryggir mig að sjá hversu óforskammað og ónærgætið fólk getur verið.

 2. Ég á auðvelt með að taka undir um þetta en undrast jafnframt stórlega hræsnina við að einn af ritstjórum Knúz skuli þykjast hafa efni á að hneykslast á ónærgætni og dómhörku óvita í garð annarra.

 3. „Ég sendi einnig Sigrúnu Ástu fyrirspurn. Hún svaraði henni ekki, heldur hélt áfram að grínast með þetta.“

  Rangt. Hún svaraði þér.

  • Hún svaraði mér hálftíma eftir að ég sendi fyrirspurnina. Ég skil hana þannig að henni þyki þetta enn fyndið, þótt hún hafi neyðst til að taka færsluna út.

   • Leiðrétting. 65 mínútur. Ég gáði. Hvað vakir annars fyrir þér? Langar þig til að halda uppi vörnum fyrir hana? Réttlæta svona skop? Gjörðu svo vel.

   • Það sem vakir fyrir mér er að komast að því hvers vegna þessar „nákvæmu tímasetningar“ þínar séu svona mikilvægar í að réttlæta eitt eða neitt.

    Ef þú færir með málfarsvillu sem ég leiðrétti og myndir ekki svara fyrr en degi seinna, værir þú þá forhertur andspyrnustjóri að leiða her gegn íslenskunni?

   • Ég skil ekki hvað þú átt við. Ef þú vilt drepa málinu á dreif, reyna að hnýta persónulega í mig og gera mig að sökudólgi, gjörðu svo vel. Það tekst ekki. Ræddu þetta frekar við Sigrúnu Ástu, þar sem þið eruð frekar tengd. Ég nenni ekki að standa í rökleysuþvættingi við fólk.

  • Ég er ekkert að drepa málinu á dreif, né er ég að hnýta í þig persónulega. Þú ert að segja að vegna þess að hún svari ekki þá sé hún ekkert að pæla í neinu.

 4. Rétt er að taka fram að kl. 22.10 sendi ég Sigrúnu Ástu fyrirspurn eins og fram kemur í færslunni. Hún svaraði ekki fyrr en 23.15. Í millitíðinni birti ég færsluna sem nú hefur verið deilt af 113 og lesin af 2300. Mér gekk það eitt til með fyrirspurninni að benda henni á hvaða áhrif þetta hefði og biðja hana um að taka efnið út. Sami tilgangur réði athugasemdum mínum á Húmorsíðuna.
  Ég sé ekki betur af viðbrögðum hennar og annarra en þeim þyki þetta enn fyndið og amist einkum við viðbrögðum þeirra sem skilja ekki spaugið. Ég hefði getað látið þetta kyrrt liggja. En mér fannst betra að segja en þegja.

   • Mál er að linni. Best að hafa ekki eftir tveggja manna tal. Ég vona að einhverjir hafi lært eitthvað af þessu.

  • Þakka þér Gísli fyrir að vekja athygli á þessum ósmekklegu og særandi skrifum þessa tilfinnigasljóa og siðlausa lýðs sem ekki bara lætur svona frá sér fara, heldur sér ekki að sér þegar ótal manns benda þeim á andstyggilegheitin, en bregður frekar á það ráð að teygja lopann og munnhöggvast um eitthvað sem kemur ekki málinu við. Ég er ein margra sem þekki persónulega til fjölskyldu Hugós og naut m.a. hans frábæru þekkingar og hæfileika í starfi. Mér svíður að horfa upp á slíka heimsku og ónærgættni í garð syrgjandi fólks sem hér hefur átt sér stað, en er þeim mun þakklátari fyrir að það skuli vera til fólk eins og þú Gísli sem getur ekki orða bundist og vekur athyggli á slíkum ógeðfeldum skrifum…því grín geta þau ekki talist hvernig sem á þau er litið.

 5. Já sumir eru bara ekki lengra komnir í sínum þroska og enn aðrir eru bara vitlausir.
  Spurning hvað þetta lið hefði sagt ef þetta hefði verið einhver nákominn þeim sem látist hefur verið…

   • Halldór Logi Sigurðarson. Þú ert á mynd í færslunni. Þú getur ekki krafist þess af fólki að það standi í tittlingaskítskenndum rökfærslum við þig. Þarftu annars ekki að mæta í vinnu eða skóla? Þetta er orðið ágætt.

   • Það er s.s. í lagi að gefa í skyn að fólk sé illa gefið eða skorti þroska? Það má alveg, og gerir fólk að meiri mönnum.

 6. Mér finnst rétt að það komi fram hér að Sigrún Ásta hefur sent aðstandendum Hugos póst og beðist aföskunar. Að hennar eigin sögn fór þetta allt allt of langt. Hún sér stórlega eftir þessu og er svo að segja í rusli !

 7. ef það er ekki hægt að grínast með dauðann þá er ekki hægt að grínast með neitt. þvílíkt væl í fólki.

 8. Níð á neti eru alvarleg, það er kominn tími til að dómsvald bregist við og refsi. Tala nú ekki um þegar verið er að níðast á aðstandendum.

 9. Ég sendi þessari ungu konu líka póst og benti henni á það dæmalausa smekkleysi sem hún sýndi með því að veitast að látnum manni sem ekkert hefði gert á hennar hlut. Kannski fyndist henni mér koma þetta lítið við en ég sagði sem var að ég hefði nýlega kynnst afa hennar, Sigurði á Heiði og væri viss um að hann tæki slíkt nærri sér ef hann vissi um það. Svar hefur ekki borist en þessum dæmafáu athugasemdum hennar og viðhlæjenda hefur nú verið eytt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.