Sonnetta með úð

Það hefur farið frekar leynt að ég hef tekið að mér ævisöguritun manns sem lést 19. júní í ákaflega mikilli kyrrþey. Hann skildi eftir sig koffortsfylli stílabóka og snepla sem þarf að koma skikkan á. Eftirlifandi vinir hans hafa einnig lagt mér lið.  Við þessa iðju hefur ýmsar persónur rekið á fjörur mínar og sá sem er þaulsætnastur þessa dagana er skúffuskáldið Aron Eilífs. Ungur las hann sér til óbóta og er fyrir vikið undir miklum áhrifum af löngu liðnum skáldum, sem hann fullyrðir að yrki í gegnum hann. Aron telur sig mikinn íslenskumann, tók sér skáldanafn úr Gangvirki Ólafs Jóhanns og höfundareinkenni hans er úðin, sem alls staðar læðist inn. Þetta kalla aðrir stemmningu en Aron er á móti orðum sem ríma ekki við neitt.

Aron hafði veður af brottrekstri mínum úr sonnettuhópi Skerjafjarðarskáldsins og þar sem hann telur sonnettuformið sína sérgrein, sendi hann þessa í morgun, mér og köttunum til yndisauka. Úðin er á sínum stað ásamt raunsæu mati á stöðu skáldsins í lífsins sjúddirarireii.

MORGUNSONNETTA

Í morgunsárið vaknar skáld með skegg
skyggnist út um glugga, þæfir hreðjar,
í eldhúsi á Vítabixið veðjar,
vatn í glasi, ristað brauð og egg.

Opna tölvu, út á djúpið legg,
aðdáendur mínir spenntir bíða
nóttin þeirra lengi var að líða
ljóðið birti fésbókar á vegg.

 Ótal vini mína get ég glatt
góðu vanir kunna þeir að meta
hvað ég yrki ógurlega hratt
alla daga rími næ að freta.

 Ég uni sæll í yndislegri vorúð
eins og skán í tilverunnar forhúð

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Sonnetta með úð

  1. Eiginlega hefði Þórarinn Eldjárn getað ort þetta mestanpart. Frekara lof getur varla hrotið úr takkaborði mínu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.