Kynlegur kvóti

Vegna ódrepandi áhuga á spurningakeppnum/þáttum/leikjum smellti ég æstur á þessa frétt DV um fyrirhugaðan kynjakvóta í Gettu betur. Ætlunin er að í hverju liði séu aldrei fleiri en tveir af sama kyni. Það þýðir að hrein strákalið eru úr sögunni. Einnig hrein stelpnalið, en það hefur víst ekki verið vandamál til þessa. Við fréttina eru nokkrir virkir í athugasemdum, ein mjög málefnaleg ábending frá góðkunnum leikara en aðrir vitna í Aristóteles í löngu máli og er það vel. Sjálfur gæti ég veifað tilvitnunum í heimspekinginn Testicles, en hann er svo lítt þekktur hérlendis að ég sleppi því. Aðlögunartíminn er langur, 2 ár, og vonandi rennur mesta bræðin af andstæðingum þessarar tilraunar til jöfnunar.

Sumum þykir gaman að vitna í eigin skrif og ég get verið með í því. Ég fjallaði um skuggahliðar GB í þessari færslu. Árið sem allar bjölluspurningar voru langar, skrifaði ég þetta leikrit. Mér hefur lengi þótt þessi þáttur sem sýndur er á besta tíma á RÚV vera meingallaður og hef lítil merki séð þess að yfirvöldin í Efstaleiti hafi áhrif á fulltrúa framhaldsskólanna sem ráða því sem þeir vilja um fyrirkomulagið.  Einu sinni fauk í þá og þá var þátturinn hérumbil lentur hjá 365 (sem þá hét eitthvað annað) en síðan tókust sættir. Þá sýndi sig að fulltrúaráð skólanna réði meira en góðu hófi gegndi.  Ekki yfirvöldin í Efstaleiti, sem ættu að eiga fyrsta og síðasta orðið um eigin framleiðslu á sjónvarpsefni.

Stefán Pálsson fjallaði um þáttinn fyrir Knúzið í fyrra, eftir að saklaus athugasemd hans hafði valdið fjaðrafoki í netheimum, fór yfir sögu GB og gerði álitshöfum á kynjakvóta góð skil í niðurlaginu. Ég hef engu við það að bæta en staldra einkum við röksemdafærslu hans og fleiri um vont sjónvarp, dvínandi áhorf og ástæður fyrir því. Þrátt fyrir innbyggða jafnréttishugsjón mína, get ég ekki bakkað með þá skoðun, sem ég lýsti í athugasemd við pistil SP:

„Vandamálið er ekki kynjahlutföllin, heldur þátturinn sjálfur. Í núverandi mynd verður hann ekkert betri með jöfnuðum hlutföllum og það er skammsýni að einblína á það sem lausn. Vegna vinsælda spurningaþátta í sjónvarpi jaðrar það við 111. meðferðina að fara svona með hugmynd sem í eðli sínu er góð, innbyrðis keppni framhaldsskólanna. Ég kýs Karþagóviðhorfið, legg til að þátturinn verði lagður niður og eftir það skoðað vandlega frá hvaða keppnum framhaldsskóla eigi yfirleitt að sýna því þeir keppa í ýmsum greinum. Þar með er hægt að byrja upp á nýtt, án þess að fulltrúar framhaldsskólanna eigi síðasta orðið. Ef þeir vilja halda núverandi formi á þættinum og búa til vont efni, þá ber RÚV engin skylda til að senda það út.“

Oft hefur verið bent á Útsvarið sem dæmi um velheppnaðan spurningaþátt sem fær mikið áhorf. Til að Gettu betur verði gott sjónvarpsefni, væri stjórnendum þáttarins hollt að taka mið af þeim breytingum sem þar tókst að gera í haust, sem eru flestar til batnaðar.  En ég sé engin merki þess. Við sitjum áfram uppi með muldrið í hraðaspurningunum, níðþungar og langar vísbendingaspurningar, lítt skiljanleg hvatningahróp fylgismanna í sal sem dotta meðan liðin bæta ekki við sig stigi,  gersamlega óspennandi og geldan þátt, þar sem ljósu punktarnir eru tveir, skemmtiatriði skólanna. En það er ekki nóg. Kynjakvóti gerir vont sjónvarp ekki gott.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.