Glimmerskarð og nágrenni

2013-09-28 11.02.54
Á laugardagsmorgunskokkinu fór ég um nýjasta hverfið í Hafnarfirði sem kennt var við Velli 7 fyrir hrun og þar átti að koma fyrir þúsundum íbúa. Bæjaryfirvöld gengu frá götum, lögnum og öllu sem við á að jeta, malbikuðu meira að segja göngu/skokkstígana að mestu og sópuðu göturnar. Svo kom hrun.

Að vori verða sveitastjórnarkosningar og þá er rykið dustað af skipulaginu og 1. áfangi Skarðshlíðar, eins og hverfið heitir núna, er auglýstur með viðhöfn. Í auglýsingunni stendur þetta:
Umhverfi Skarðshlíðar er magnað og örstutt er þaðan í ósnortna náttúru. Útsýni yfir Reykjanesið er frábær og fólkvangurinn er í sjónmáli.

Allt er þetta rétt eins langt og það nær. Það er örstutt í ósnortna náttúru og fari maður út fyrir hverfið er stutt í útivistina. Þá er fólkvangurinn í sjónmáli.En sú er ekki raunin inni í hverfinu. Á efri myndinni er útsýnið frá efstu götunni.

2013-09-28 11.37.05
Áfram hélt leið mín og eftir viðkomu við Hvaleyrarvatn var haldið til byggða. Við jaðar Vallahverfisins var einboðið að staldra við og horfa í átt til Glimmerskarðs. Það á að vera ofarlega vinstra megin á myndinni.

Ég efa ekki að þarna verður gott að búa, eins og annars staðar í Hafnarfirði. En spennistöð og háspennumöstur með tilheyrandi línufargani eru lítt aðlaðandi nágrannar og þrátt fyrir ýmis fyrirheit um að þau hverfi, ætla ég að vera Tómas í þessu máli og trúa því ekki fyrr en ég tek á því.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Glimmerskarð og nágrenni

  1. Bakvísun: Álfakjaftæðið í Hafnarfirði | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s