Fésbókarvísum haldið til haga

Síðdegis í gær á vettvangi fésbókarinnar var bent á að „svá er“ rímar við „Wow Air“. „Svá“ er að sögn Eiríks Rögnvaldssonar, upphafsmanns þessa, tökuorð úr fornmáli og þótti einboðið að hnoða í kveðskap með þessum rímorðum. Mitt framlag var á þessa leið:

Mér hugnast að vera hjá þér
hugur minn núna svá er
að ég pakkaði snar
og pantaði far
til Parísarborgar með Wow Air.

Þessari limru fylgdi fyrirheit um aðra óprenthæfa ef fleiri legðu rím í belg. Vegna meðfæddrar prúðmennsku minnar læt ég fyrstu línurnar nægja að svo stöddu en með góðu ímyndunarafli blasir botninn við.

Þrútinn af kynlífs þrá er
þjáning mín núna svá er…

Of lítið er um rímaðar auglýsingar og ég vona auðvitað að brátt hafi flugfélagið samband við mig og heiti stórfé fyrir kvæði um áfangastaði hist og her í heiminum, aðallega hist.En í þessa umræðu blandaðist síðan fyrirbærið „schwa indogermanicum“ sem ku vera áherslulaust sérhljóð á milli afgerandi sérhljóða, mögulega merkingarlaust korr, eins og þegar fólk dregur seim eða hikar í máli sínu en þetta vita málfræðingar betur en ég (sem myndi eflaust falla á málfræðiprófi í 10. bekk). Hvað sem því líður, þá var áskorunin að koma þessu tiltekna hljóði fyrir í vísu.

Að því má leiða líkum
í leit að málhljóðum slíkum
að áherslu síst
setja má víst
á schwa indógermaníkum.

Að þessu afgreiddu hvarflaði hugurinn aftur að flugfélaginu og framburðinum á heiti þess. Þá vildi svo heppilega til að ég mundi eftir heimsókn sem vinur minn, Aron Eilífs, fékk í sumar. Hingað flaug danski náttúrufræðingurinn Birker Skov Furulund til fundar við heitmey sína og hlakkaði svo til að hann krotaði kvæði á servíettur í flugvélinni lungann af leiðinni. Þessi varðveittist: (Lesendur eru hvattir til að æfa danskan kokhljóðaframburð við lesturinn.)

Her sidder jeg med min sjover
snart mödes vi derover
i mit flotteste skrud
flipper jeg ud
í flyvemaskine með WoW Air.

Ein athugasemd við “Fésbókarvísum haldið til haga

  1. Birker Skov tekur upp þráðinn í danskri stuðlahefð þar sem hún rofnaði á miðöldum og stuðlar sn við s eins og þá var gert. Það er fullkomlega eðlilegt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.