Miskunnarlaus sjálfsrýni

Ég hef oft hreytt í framsóknarmenn í færslum mínum, (sjá yfirlit) enda má ég það sem fyrrverandi flokksfélagi. Ég sagði mig úr flokknum af heilsufarsástæðum, fann til heiftarlegra einkenna og fylgikvilla, svo sem þunglyndi Halldórs, skopskyn Guðna, nöldurtón Valgerðar, durtshátt Jóns, ásamt vaxandi löngun til að virkja Kaldána og sökkva nærliggjandi hrauni á kaf, þar sem það er með eindæmum ljótt og engin eftirsjá að því. Verst var þó eineltistilfinningin í nærsamfélaginu. Eftir það hef ég ekki sparað að hnýta í þá, enda veður maður tilefnin upp að púng.

Ekkert toppar þó miskunnarlausa og hreinskilna sjálfsrýni Guðlaugs Sverrissonar á Pressunni í morgun. Án heimildar er vitnað í það sem feitast þykir á stykkinu:

„Fjölmiðlar hafa reynt, meðvitað eða ómeðvitað, að gera lítið úr framsóknarmönnum sem heild í mörg ár. Samkvæmt fjölmiðlum og sérstaklega hjá föstum pistlahöfundum, þykir sjálfsagt að gera lítið úr fulltrúum Framsóknarflokksins. Þá er það gert á þeim nótum að framsóknarmenn séu almennt erki-aular. Þeir gangi fyrir mútum, fyrirgreiðslu, helmingaskiptum, elski kindur meira en sjúklinga, séu á móti framförum, einangrunarsinnar, ómenntaðir, opnir í báða enda, steli fiskinum frá þjóðinni, séu náttúrusóðar og á móti umhverfisráðuneytinu, auðvaldsrónar, Finnur og Halldór, virkjunarsinnar, hækja íhaldsins, landsbyggðarflokkur og þ.a.l. á móti höfuðborginni, kjördæmapotarar og það sem er nýjast, að framsóknarmenn séu þjóðernissinnar líkt og fasistar voru í Evrópu á millistríðsárunum. Þarna eru fjölmiðlar með DV í fararbroddi komnir ansi langt í að hlutgera framsóknarmenn sem einhverskonar nýnasista, vegna áhuga flokksins á íslenskri menningu og trú flokksmanna á getu landsmanna til að vinna sig út úr þeim vanda sem Íslandi er í. Þær eru ófáar greinarnar og skopmyndirnar þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur fengið það óþvegið vegna trúar hans á getu landsins og íbúum þess.“

Ef einhverjum framsóknarmanni sárnar meðferðin og kvartar við nærstadda er nóg að segja Finnur Ingólfsson. Hann er vítið til varnaðar, maðurinn sem flokkurinn gerði ríkan. Ef það nægir ekki má nefna Árna Magnússon. Að vísu er Dagný Jónsdóttir í sérstöku dálæti hjá mér síðan henni tókst að vera bæði með og á móti ákveðnu máli á þingi og endaði á því að sitja hjá.

.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s