Fagurgali forstjórans

Þessi úttekt DV á hagsmunavörn Skaftahlíðarmanna er merkileg. Þeir eru á móti Netflix, sem selur aðgang að efnisveitu sinni Þeir vilja eðlilega verja sig og sína vöru, geta selt hana áfram dýru verði og seilast víða eftir röksemdum en enginn þó eins og forstjórinn, Ari Edwald.

„(Hann) … tekur dýpra í árina og segir íslensk tungu í húfi. Mikilvæg atvinnugrein fær ekki þrifist ef hún nýtur ekki réttarverndar á borð við aðrar. Íslensk tunga og menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa upp fyrst og fremst við ótextað erlent efni …“

Allt gott fólk hlýtur að taka undir með forstjóranum. En þegar nánar er að gáð, hitta orð hans hann og fyrirtækið einna helst fyrir.

365 sýnir fyrst og fremst erlent efni sem þarf að skjátexta eða íþróttakappleiki með lýsanda. Allt þarf að fara út á íslensku. Þess vegna starfa um 20 þýðendur þar innanhúss, sem voru ráðnir í vor og eru flestir lítt reyndir eða óreyndir og tilbúnir að taka á sig 50% launalækkunfrá gildandi taxta. Gömlu, reyndu þýðendurnir, flestir með áratuga reynslu, voru látnir fara, sjálfsagt í sparnaðarskyni svo væri hægt að bjóða 10 milljónir í verðlaun í Ísland Got Talent (takið eftir frábærri íslensku á heiti þáttarins). Áður höfðu allir prófarkalesararnir verið reknir. Ef forstjórinn fer aftur með þessa tuggu um íslenska tungu og menningu, væri ráð að hann rökstyddi þessa meðferð á erlenda efninu sem hann vill ólmur selja okkur með tilheyrandi fagurgala.

Ég var einn þeirra sem fengu reisupassann og bloggaði um það og fleira í nokkrar vikur. Þessar færslur má lesa hér á síðunni og þá er tilvalið að byrja á þessari um hundraðogelleftu meðferðina á kvikmyndum. Betri er ótextuð mynd en með svona skjátextum. (feitletranir mínar)

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s