Dagur mörsins

Fyrir rúmum mánuði féllu nokkur norðlensk lömb að velli og var úr þeim tekinn mörinn, lagður í grisjupoka á fjárhúshurð á garðaböndum yfir nótt og síðan látinn hanga á hjalllofti. Á sunnudaginn féll ferð suður og þá var boðaður Dagur mörsins, sem var í dag á heimili foreldra minna. Við bræðurnir brytjuðum, hnoðuðum og mótuðum mörinn eftir fyrirmælum pabba, sem hafði stöðu verkstjóra og gæðaeftirlitsmanns.

2013-11-21 13.05.01

Fyrsta stigið var að taka mörinn úr grisjunni og skera hann.

2013-11-21 13.17.23

Hér er mörinn skorinn og sýnir skurðflöturinn gjörla hversu vel hann hefur nýtt myglugróin til að gerjast og mynda hið eftirsótta mörbragð. Best þykir að sjá gráar, gular og grænar flikrur í sárinu og einnig þarf lyktin að vera áleitin en þægileg í senn. Við þetta matsferli kom fram að þekkja mátti mör frá bestu bæjum í innanverðu Ísafjarðardjúpi á bragðinu.

Þetta er hakkaður mör. Hann kom ákaflega mjúkur úr hakkavélinni og var auðhnoðaður. Hnoðun hefst á því að gripin er lófafylli og þæfð þar til hún hefur gengið vel saman. Síðan er bætt við annarri fylli og hnoðað þar til klumpurinn er orðinn borðtækur og beitir hnoðari þá líkamsþunga sínum til að auðvelda hnoðið. Þegar klumpurinn er nægilega stór, er slett vatni á mótunarborðið og mörinn barinn til og mótaður í töflu.Samkvæmt fornum sið Páls afa, er dregið krossmark með sleikifingri ofan á töfluna.

2013-11-21 14.52.03

Mörtöflur tilbúnar. Nú styttist í skötuátið. Afraksturinn varð fjórar töflur. Sú minnsta er ætluð mörgefanda í þakkarskyni fyrir hjálpina. Nú fá töflurnar að standa í nokkrar vikur og gerjast meira, þar til þær verða bræddar út á skötuna hjá systur okkar þegar hálfnaður er desember

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Dagur mörsins

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.