Hakk og hakk

„Vodafone mun veita fólki aðgang að gögnum um sig sem gerð voru opinber. Gögnin verða aðgengileg á Málflutningsstofu Reykjavíkur í HV í dag og á morgun klukkan 10-16 gegn framvísun skilríkja. Upplýsingar verða ekki veittar rafrænt eða gegnum síma.

Ég á víst 26 SMS í hakkinu hjá Voðafóni og eftir umræður morgunsins í heita pottinum óttast ég að mínar skuggalegustu hliðar muni opinberast þjóðinni á næstu dögum þar sem þórðarglaðir tittlingar hamast við að dreifa einkamálum á netinu. Pottsetar samþykktu ennfremur að senda framvegis kynlífstengd skilaboð í bréfpósti með frímerki, jafnvel bera þau út í eigin persónu, enda gæti það kryddað samskiptin, því pósturinn hringir stundum tvisvar eins og vitað er. Að öllu gamni slepptu þá gæti ég ekki verið spakari yfir þessu en langar samt að vita hvaða smáskilaboð þetta eru.

Þjónustulund Voðafóns er ekki meiri en svo, samkvæmt ofangreindri tilkynningu, að upplýsingaveitan er ekki fyrir fólk sem er í vinnu, á ekki heimangengt, býr utan höfuðborgarsvæðisins eða er almennt bundið á þessum tíma dags. Ef markhópurinn er skilgreindur, þá er um að ræða atvinnulaust fólk sem á bíl og gild skilríki og býr í skreppifjarlægð frá Húsi Verslunarinnar. Þetta hlýtur að hækka viðskiptavildina umtalsvert en hún hlýtur að hafa lækkað þegar barsmíðin í brestina hófst.

Ég geri hér með þá kröfu á Voðafón að mér verði sendar þessar upplýsingar í tölvupósti. Netfangið er skráð hjá fyrirtækinu og ég þarf varla að gefa það upp hérna. Til vara er ég tilbúinn að hringja en það er seinlegri leið. Mistökin eru ekki mín megin. Ég þarf ekki að taka mér frí frá vinnu eða gera mér sérstaka ferð til Reykjavíkur til að athuga þetta, nema Voðafón greiði vinnutap og bensín.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Hakk og hakk

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s