Bílnúmerakennsla í grunnskólum

Bílnúmer

„Maður reyndi að tæla pilt upp í bíl í Laugarneshverfi um sjöleytið í gærkvöld. Pilturinn afþakkaði boðið og slapp undan en atvikið var tilkynnt til lögreglu. Skólayfirvöld í Laugarnesskóla hafa af þessu tilefni sent út póst til foreldra barna í skólanum. Foreldrarnir eru hvattir til að brýna fyrir börnum sínum að hafa varann á sér ef ókunnugir reyna að tæla þau upp í bíl.“ (1. des)

„Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng, en hvorugt barnið lét plata sig. Í báðum tilvikum var um ungan mann á rauðleitum bíl að ræða.“ (28. nóv)

Svona fréttir skipta tugum á netinu og eru ekki bundnar við árstíma. Þessar „veiðar“ eru stundaðar bæði sumar og vetur, í birtu og myrkri. Eitt eiga allar þessar fréttir sameiginlegt, þ.e. að börnin hafa aldrei tekið eftir bílnúmeri. Í nokkrum tilvikum muna þau eftir lit bílsins og hér innanbæjar í Hafnarfirði voru nokkur dæmi þess fyrir 2 árum að feitlaginn karlmaður á bláum bíl hafi reynt þetta.

Ég vona að skólayfirvöld, sem bregðast alltaf eins við, hafi rænu á að leggja áherslu á að ná númeri bílsins. Um það er aðeins eitt dæmi og það leiddi til sakfellingar.  Að öðru leyti vísa ég á færslu mína frá mars á þessu ári.

2 athugasemdir við “Bílnúmerakennsla í grunnskólum

  1. Ætli birting þessara tilteknu númera eigi að segja eitthvað um innræti eigendanna? Eða voru þau valin vegna þess að enginn á þau?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.