Æfónbréf Neytendasamtakanna

Bréf frá jólasveini
Góð lygi getur orðið frábær skemmtun og í þessu tilfelli tókst vel til. Deilingar þessa bréfs á Fésbókinni skipta nú þúsundum og harmagrátsklökku társtokknu athugasemdirnar og færslurnar spretta upp eins og flugur af mykjuskán.
Þetta bréf hefur farið víða og einhver hafði fyrir því að skrifa það upp með sannfærandi villum sem passa þó ekki við dæmigerðar villur sirka tíu ára drengs, sem kann að segja „Ég hlakka“ þrátt fyrir allt. Til að nútímagera bréfið hefur nýjum vörumerkjum verið skotið inn fyrir þau gömlu. Þetta er krúttlegt og höfðar til aumingjagæsku fólks en sýnir líka yfirgripsmikinn skort á gagnrýni og raunsæi. Hér á bæ fór bullmælirinn upp í rjáfur.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Æfónbréf Neytendasamtakanna

 1. Svo er rithöndin frekar skrítin, sum orð eins og eftir 50 ára æfingu og svo önnur illskiljanleg

 2. Þarf ekki þetta æfón bréf til að sýna yfirgripsmikinn skort á gagnrýni og raunsæi íslendinga.
  Það sést best á kosningaúrslitum.

 3. Mig langar að spyrja þig hvort þú gerir þér grein fyrir því að bíómyndir og leiksýningar og eru yfirleitt skáldskapur, skrifaðar af þar til gerðu fagfólki og svo leiknar af lærðum leikurum?

  Þrátt fyrir þessa opinberu staðreynd ná bíómyndir, leiksýningar og önnur listaverk oft að hreyfa við fólki. Oft til dæmis með því að nota miðilinn til að benda á ákveðna þætti í okkar raunveruleika, skýrar en við veitum eftirtekt í hinu daglega lífi.

  Þessu bréfi hefur tekist einkar vel til í þeim efnum – að hreyfa við fólki og veita verðugu málefni eftirtekt.

  Það er kannski ágætt að benda þér á, finnst þú ert kominn á þessa braut að þér yfirsást einn stór skáldskápur og aldalygi í þessu bréfi. Jólasveinninn er nefnilega ekki til heldur. Hann er skáldskapur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.