Íþróttamaður ársins 2013

Ég var minntur á háværa þögn mína um kjör íþróttamanns ársins að þessu sinni, eftir mikið þus undanfarin ár. Mér er ljúft og skylt að bregðast við og gef mér álíka mikinn tíma í spána og dæmigerðar fésbókarstaþusaleik. Helstu forsendur eru þessar: Karlalandsliðinu í knattspyrnu gekk betur en oft áður og náði næstum jafn góðum árangri og kvennalandsliðið. Handboltasveinar fara víða mikinn, aðallega erlendis. Þess vegna verður skiptingin í hópi tíu efstu frekar hefðbundin, þ.e. 7 boltamenn og einhverjar 3 konur, þar af ein úr kvennalandsliðinu. Aníta Hinriksdóttir á auðvitað að verða íþróttamaður ársins og ég set hana í efsta sæti, enda erfitt að toppa heims-og Evrópumeistaratitil, en rökfastir íþróttafréttamenn geta auðvitað dregið fram einhverjar röksemdir fyrir því að láta fulltrúa karlalandsliðsins fá eldhúskollinn, því liðið komst næstum á HM og í hugum einhverra hlýtur það að taka alvöru árangri fram.
Þetta verður alltaf umdeilt og mig langar ekki að móðga neinn, þótt það hafi oft gengið prýðilega. En að hætti Kató gamla, sem fann upp klisjuna, segi ég: Látið ÍSÍ um kjör íþróttamanns ársins, ekki misvitra spekinga með rör fyrir auganu.

Viðauki samkvæmt beiðni: Hér er slóð á fyrri færslur mínar um þetta efni. Þær skipta tugum.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Íþróttamaður ársins 2013

  1. Bakvísun: Íþróttamaður ársins 2014 | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s