Valdbeiting Maríu?

Myndin er túlkun listamannsins á Maríu og Jesú.

Myndin er túlkun listamannsins á Maríu og Jesú.

Senn líður að hátíð kristinna manna sem fagna fæðingu Jesú en um þann viðburð er fjallað í handbók hirðingjanna, sem sumir kalla Biblíuna en er safnrit á sama hátt og Þjóðsögur Jóns Árnasonar en á vegum hins forna feðraveldis. Rauði þráðurinn í sögum hirðingjanna er virðing, hlýðni, undirgefni og ótti við valdið, í bland við fordóma, ranghugmyndir og forneskjulegar kreddur. Þar segir líka frá boðun Maríu, sem kölluð er guðsmóðir, því hún gekk með og fæddi son Guðs, eftir boðun að ofan. Þetta heitir meyfæðing á máli kirkjunnar og er við fyrstu sýn ósköp hugljúf og notaleg saga af móður, syni, fósturföður og Guði. Við heyrum hana um hver jól.
Þetta er saga. Ein af mörgum í handbók hirðingjanna. Við vitum ekki hvort þetta gerðist eða hvort þetta var svona. En ekki er allt sem sýnist og þessi túlkun býður upp á meira en eitt spurningarmerki. Samkvæmt frumtextanum voru málavextir þessir og stuðst er við lýsingu geranda og þolanda í guðspjalli Lúkasar:
„28 Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“
29 En hún varð hrædd við þessi orð og hugleiddi, hvílík þessi kveðja væri.
30 Og engillinn sagði við hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði.
31 Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ.“
María Mey IIÞegar gagnrýnigleraugun hafa verið fægð og textinn lesinn að nýju, er hægt að sjá í sögunni lýsingu á konu sem fær þá tilkynningu frá karli („engill“) að hún þurfi að ganga með barn fyrir ósýnilegan Guð eða Drottinn sem hefur valið hana einhliða sem staðgöngumóður fyrir son sinn. María er ekki spurð frekar en bóndi hennar, Jósef, heldur er hún neydd til að sæta þessari gervifrjóvgun að hætti Austurlandabúa, án greiðslu, eins og nútímastaðgöngumóður væri sennilega boðið. María er varnarlaus og enginn tekur málstað hennar. Henni ber að þakka fyrir þá náð að vera valin til verkefnisins af æðra máttarvaldi og aldrei kemur til greina að eyða fóstrinu eins og einboðið væri núna. Hún þarf að ganga með það, fæða og ala upp sem sitt eigið og yfir öllu þessu á hún að vera glöð og hamingjusöm. Hún fær ekki einu sinni að ráða nafninu, sem hugsanlega væri einhver sárabót fyrir niðurlæginguna. Hún ræður engu. Hún er valdlaus. Valdið kemur að ofan.
Ef við færum söguna yfir til ársins 2013, kemur eftirfarandi túlkun til greina. María okkar daga myndi hugsanlega kæra þetta sem nauðgun. Málið yrði rannsakað en yfirgnæfandi líkur eru á að ekki verði úr kæru, miðað við íslenskar hlutfallstölur. Engin vitni eru að þessum atburði, einungis frásögn þolanda án ummerkja og talsmenn meintra gerenda tæta svoleiðis meintar lygasögur í sig. Þegar loksins kemur að fæðingu eru 9 mánuðir liðnir og María uppgefin, niðurlægð og kúguð, sættir sig við þennan yfirgang sem felst í afnotum og upptöku á legi samkvæmt fyrirskipun æðsta fulltrúa feðraveldisins.

.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Valdbeiting Maríu?

  1. Hér er áhugaverð útfærsla á Boðun Maríu eftir bandarísku listakonuna Mary Ellen Croteau. María ber andlit hennar sjálfrar, sýnist mér, en andlit engilsins er fengið að láni frá þekktum bandarískum baráttumanni gegn fóstureyðingum. http://www.maryellencroteau.net/mec_website/galleries/Pages/musee_de_nouvelle_renaissance.html#0. María er ekki sérlega undirgefin í þessari túlkun, enda er engillinn að trufla hana við lestur og fræðistörf, og virðist helst á því að henda gestinum út snemmhendis.

  2. Gamlatestamentisfræðingar eru sammála um að María hafi verið 13-14 ára. Guð almáttugur hefði verið ákærður fyrir nauðgun á barni.

  3. Þessi texti er hreint út sagt ótrúlegt rugl.Hér verður ein tilvísun látin nægja: „Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar þáttur í helgihaldi kirkjunnar, einkum þó meðal rétttrúnaðarmanna og kaþólskra. Gamla testamentið er að mestu ritað á hebresku en þegar menn tóku að snúa því á grísku á 2. öld f. Kr. var orðið malak (sendiboði, boðberi) þýtt sem aggelos. Í latneskri útgáfu varð það svo að angelus og af því er íslenska heitið dregið, engill.

    Englar eru sagðir ósýnilegar himneskar verur, þjónar Guðs sem vinna í hans nafni. Þeir voru skapaðir af honum í upphafi og eru búnir skynsemi og frelsi. Lífssvið þeirra er eilífðin sjálf, ekki tíminn. Þeir vegsama Guð og vernda menn og dýr.
    ….“
    Í Biblíunni koma englarnir fram í mannsmynd, yfirleitt vængjalausir, nema æðstu stéttirnar tvær. Það er ekki fyrr en á 4. öld að farið er að sýna aðrar stéttir engla vængjaða á myndum. Á 15. öld verða englar kvenlegri ásýndum og jafnvel sýndir sem börn. Á endurreisnartímanum koma svo fyrst fram englamyndir sem eru ekkert nema barnshöfuð með vængi.“ (tekið af vísindavef)

  4. Ánægður með þig Gísli. Eigum við ekki að fagna að daginn er farið að lengja, enda er það líklega uppruni þessarar hátíðar sem gengur nú í garð!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s