Íþróttamaður ársins 2014

ÍSÍ heiðrar árlega íþróttafólk sérsambanda og nefnda sinna. Þetta er ljómandi skemmtileg athöfn og fór fram að Gullinhömrum við Grafarholt að þessu sinni. Fleiri viðurkenningar eru afhentar og fólk fagnar saman. Fyrir mörgum árum var ákveðið að samtök íþróttafréttamanna sæu um seinni hluta hátíðarinnar og tilkynntu val sitt á íþróttamanni ársins að mati félagsmanna.  Þrátt fyrir ótal titla sem úthlutað er kringum áramót er þetta elsta kjörið og það sem fær mesta athygli fjölmiðla, enda græðir ÍSÍ beina útsendingu á þessu samstarfi.

Samtök íþróttafréttamanna er lítill hópur karlmanna með áhuga á boltaíþróttum og hefur sá áhugi endurspeglast í vali þeirra á þessari öld. Fyrir vikið hefur verið frekar auðvelt að spá hver hreppir eldhúskollinn svonefnda, en það er gert með því að nefna álitlegasta boltaíþróttamanninn, án tillits til árangurs hinna sem eru meðal tíu efstu. Þetta gerði ég 17. desember sl. í þessari færslu. Samt er ég lélegur spámaður. Þess vegna er eitthvað mikið að þessu fyrirkomulagi.

Ég hef víða mært þann sem varð fyrir valinu að þessu sinni, enda um góðan og drengilegan kappa að ræða, en áskil mér þó rétt til að hafa skoðanir á kjörinu.  Oft hefur verið deilt en aldrei sem nú og hér er ekki pláss fyrir allt sem fram hefur komið á Fésbókinni, sem er fjölmiðill alþýðunnar. Nú er mál að gera breytingar.

Áður en titillinn „Íþróttamaður ársins“  sem þessi litli hópur hefur slegið eign sinni á, verður gengisfelldur meira en orðið er, legg ég til að sérsambönd og íþróttanefndir ÍSÍ geri eftirfarandi:

1. Krefjist breytinga á kjörinu og horfi þá fyrirkomulags hjá öðrum þjóðum. Sbr. þessa frétt Mbl frá 2012.

“ Hjólreiðakappinn Bradley Wiggins varð hlutskarpastur í vali á íþróttamanni ársins í Bretlandi hjá breska ríkisútvarpinu, BBC. Tólf íþróttamenn voru útnefndir og tók almenningur þátt í að velja á milli þeirra en um 1,6 milljónir atkvæða bárust í kjörinu. Wiggins hlaut 30% atkvæðanna, Ennis 22% og Murray 14%. Frjálsíþróttakonan Jessica Ennis hafnaði í öðru sæti í kjörinu og tenniskappinn Andy Murray varð í þriðja sæti.”

Wiggins sagði að kjöri loknu: “…Þetta er val fólksins og ég er þeim þakklátur,

2. Ef ÍSÍ móast við og vill engu breyta, þá standi sérsamböndin og íþróttanefndirnar saman að kjöri íþróttamanns Íslands með ofangreindum hætti og krýni viðkomandi við hátíðlega athöfn. Þetta er auðvelt að framkvæma. Ég hvet til aðgerða.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Íþróttamaður ársins 2014

  1. „….lítill hópur karlmanna“

    —Já:

    Ef ég skil málið rétt var þetta val í höndum 25 karlmanna (25 af 26 félagsmanna greiddu atkvæði), samkvæmt þessum félagalista:

    http://www.sportpress.is/felagatal/

    Það sem er gagnýnisvert við valið er ekki einungis fjöldinn (25) eða kynjasamsetningin (einungis karlar), heldur kannski einnig sú staðreynd að blaðamenn eiga ekki standa að valinu (öðruvísi en að kalla það „Íþróttaverðlaun íþróttablaðamanna“, eða eitthvað í þá veruna).

  2. „Íþróttamaður ársins.“ Það er engan veginn réttnefni. Réttara væri: „Íþróttamaður íþróttafréttamanna.“ Það er löngu kominn tími til að taka þetta val úr höndum þessa fámenna og einsleita hóps.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s