Rokkí Horror

2014-01-10 15.46.45Ég eignaðist á sínum tíma 25 ára veglega afmælisútgáfu af Rocky Horror Picture Show og fann hana í síðdegistiltektinni. Þetta stórkostlega verk, óður til gömlu B-myndanna, fullt af skrautlegum persónum, lenti á mínu borði til þýðingar fyrir Sýn, endur fyrir löngu. Ég bað sérstaklega um það, hafði farið fimm sinnum á myndina í bíó og misst mig í hrifningarkasti, svo eftir var tekið. Þetta var verkefni sem kryddaði þýðandatilveru mína í marga daga. Ég studdist við textaþýðingar úr ýmsum áttum en breytti slatta og lagfærði, bætti við textum sem voru ekki í íslensku uppfærslunni, rímaði og stuðlaði og söng með við tölvuna.
Um haustið þetta ár fékk leiklistarhópur Öldutúnsskóla mig til aðstoðar við uppsetningu á verkinu, sem var auðvitað stytt miskunnarlaust í tæpan hálftíma. Guðrún Árný Karlsdóttir var Janet og fór fyrir söngglöðum unglingum sem slógust um að fá að vera í korsiletti á sviðinu og nenntu að æfa tímunum saman. Tónlistin var óttalegt mix sem Halldór Árni í Útvarpi Hafnarfjarðar hjálpaði okkur að útbúa því þá var karaókíið af þessu ófáanlegt. Núna ættu tæknifróð ungmenni auðvelt með að framkalla góða hljóðrás.

Þetta er rifjað upp því nú er ný kynslóð í fjölskyldunni að vaxa úr grasi. Hugsanlega er tímabært að grafa upp gamalt hálftímahandrit og falbjóða það grunnskælingum. Þangað til getum við kettirnir sungið með Riff Raff, sem höfundurinn Richard O’Brien, leikur í þessu myndskeiði og einnig er boðið upp á kennslu í hliðarsamanhliðar.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.