Skrafl em ek örr at skrefla…

skraflmynd2
Orðaleikurinn skrafl hefur verið til frá örófi alda. Elstu heimildir eru í Landnámu ef vel er að gáð og má telja næsta víst að á Hlíðarenda og Bergþórshvoli hafi fólk tálgað stafaskífur úr horni eða birki og raðað á baðstofugólfið. Svo mikið var skraflað að Felli í Lóni að þar var kallað Stafafell. Seinna barst leikurinn vestur um haf og þarlendir tóku honum opnum örmum, kölluðu Scrabble, og færðu í nútímalegt form með plaststöfum og vönduðu borði úr þykkum pappa. Með tilkomu netsins etja menn nú kappi öllum stundum sólarhringsins. Vettvangur skraflara er á þessari slóð.
En víkjum aftur að upprunanum. Margir kannast við forna vísu Rögnvaldar Orkneyjajarls þar sem taldar eru upp íþróttir fornmanna, sem byrjar svona: „Tafl em ek örr at efla, íþróttir kann ek níu… „Nýlega fann dr. Rigor Mortis, prófessor emeritus, sem var á sínum tíma við störf á Árnastofnun, þetta tilbrigði við vísuna á saurblaði gamals Njáluhandrits og var svo vinsamlegur að senda mér.

„Skrafl em ek örr at skrefla“
skrapa úr heila krapið
virkja anda og  orku
orðunum smelli á borðið.
Leita í bók með látum
legan veldur mér trega
fjandans lausnin skal fundin
fell ég í stafi ella.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.