Bréf er ekki bara bréf

BréfvegnaBBA
Í sjálfu sér hefur allt verið sagt sem hægt er að segja um stóra BBA-málið. Ég missti af þessum ummælum því ég horfði ekki á leikinn í sjónvarpinu og yfirleitt hafa svona stofuspekingar litlu við að bæta. En þarna var sagður vel undirbúinn „brandari“ sem gerði viðstadda spekinga klumsa og kallaði ekki fram skellihlátur og klapp fyrir orðheppni og fynd. Viðbrögðin eru þekkt.

Almennt gengur svona fjaðrafok í hálfan sólarhring. Eftir það tekur við nýtt hneyksl, nýtt móðg, nýtt eitthvað sem strýkur fólki öfugt. En þetta er ekki bara innan landhelginnar. Í þessu tilfelli þarf að biðja útlendinga afsökunar og þá er vissara að vanda til verka.
Ekki krota uppkast að bréfi aftan á notuð handrit úr EM-stofunni, kasta höndum til málfars, orðalags og uppsetningar. Ekki skrifa bréfið á ensku þegar viðtakandi er þýskur. Þetta sýnir viðtakanda að hugur fylgir ekki máli. Þegar við bætist að viðkomandi verktaki íþróttadeildar starfar enn eins og ekkert hafi í skorist, getur viðtakandi ekki annað en efast um fagmennsku og alvöru þeirra sem ábyrgðina eiga að bera.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Bréf er ekki bara bréf

  1. Þegar nánar er að gáð, má finna margar villur í bréfinu til viðbótar þeim sem merkt er við. Góð skemmtun fyrir verklitla skjalaþýðendur væri að telja þær og færa til bókar.

  2. Bara eitt dæmi: Sportscaster (í einu orði) er sá sem lýsir leik í beinni útsendingu, einnig kallaður sports commentator eða announcer). Ef BBA lýsti leiknum í beinni má kalla hann þetta. Ef hann er þáttarstjórnandi, má kalla hann „host“ eða „presenter“.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s