Við Ferguson

Traktorinn heima í sveitinni var af ætt Fergusona og nefndur Massey þegar hann skreið af færibandinu. Hann kom úngur vestur í Djúp, var hífður upp á bryggjuna í Vatnsfirði og Páll afi minn var sestur á bak honum þegar Ferguson tók upp á því að renna hægt en bítandi til sjávar. Nærstaddir bændur fylgdust óttaslegnir með og var ekki laust við að tærnar krepptust í sauðskinnsskónum. Afi hélt ró sinni og steig á bremsuna þegar skammt var eftir. Ekki er talið að hann hafi snert traktorinn eftir þetta.
Ég var ekki vitni að þessu, enda of ungur til að stjórna traktor, þótt ég hafi gert það þegar leið að fermingu og taldi víst að traktorskunnáttan dygði ágætlega þegar ég eignaðist fyrstu bifreiðina. Henni velti ég eftir hálftíma. Daginn eftir fékk ég tíma hjá ökukennara og náði prófinu í fyllingu tímans.
En þessi lofsöngur til Fergusons er úr flokknum: Traktoralög frá Norðurlöndum. Þau eru fleiri en halda mætti.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Við Ferguson

  1. Sennilega á áttunda áratug síðustu aldar var mér gefin rauð kassetta frá Sambandinu sem innihélt (íslenskt?) lag um Massey Ferguson. Textinn byrjaði:
    „Hér er traktor, hér er bær, hér var unnið seint í gær…“.
    Svo man ég slitrur eins og „… mér finnst gott að vera hjú..“ og „… Massey Ferguson heiti ég.“
    Veit ekki hvort kassettan finnist í fórum mínum ennþá.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.