Spurt og svarað

Djúpmannaliðið
Hér á malbikinu eru mörg átthagafélög. Í þeim er fólk sem er ekki fætt hér syðra og uppalið, heldur á einhverjum fallegum stað sem er nú í eyði eða fólksfækkun hefur átt sér stað eða er vandamál. Þess vegna skapast grundvöllur fyrir félagastofnun, því þótt maður sé tekinn úr sveitinni er ekki hægt að taka sveitina úr manninum. (Þessi speki hafði Herbert Stefánsson oft yfir meðan hann lifði).
Átthagafélög halda t.d. þorrablót, félagsvist, harmónikuböll, sólarkaffi, fara í pílagrímsferðir í átthagana og keppa innbyrðis. Þá þarf að skipa í lið. Á myndinni hér fyrir ofan er t.d. keppnislið Djúpmanna sem mætir Arnfirðingafélaginu og Átthagafélagi Strandamanna í spurningakeppni, sem er sniðin eftir Útsvarinu eins og það var í fyrstu. Ég hefði viljað keppa í sundknattleik en fékk ekki. Það eru víst ekki alltaf jólin (HS 1999).

Keppt verður í Breiðfirðingabúð n.k. fimmtudagskvöld. Ég hef sagt hverjum sem heyra vill að þarna verði kleinur og pönsur með molakaffi og að keppni lokinni verði fingrapolki og ræll við undirleik harmóniku. Við verðum í lopasokkum, sauðskinnsskóm og vaðmálsfötum. Milli atriða verða kveðnar rímur og lesið upp úr Íslenskri fyndni. (Sumt af þessu er lygi). ÍNN sendi þessa keppni út í fyrra en samningar náðust ekki við bakhjarla að þessu sinni og því verður fólk að mæta á staðinn. Vandfundin er betri skemmtun á fimmtudagskvöldi, en það var sjónvarpslaust meðan við áttum heima í sveitinni. Áður en við fengum rafmagnið voru öll kvöld sjónvarpslaus og mjaltavélin var fótstigin.

Þar með hef ég gert skyldu mína við átthagana og kynnt liðið. Ég kalla það vel af sér vikið að geta það án þess að ljúga eða ýkja í óhófi. Þetta verður stuð.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Spurt og svarað

 1. Í Reykjarfjarðarhreppi hinum forna voru þessir bæir:
  Bjarnastaðir
  Botn
  Eyri í Mjóafirði
  Eyri í Ísafirði
  Galtarhryggur
  Hálshús
  Heydalur
  Hörgshlíð
  Kelda
  Kleifakot
  Látur
  Miðhús
  Reykjanes
  Reykjafjörður
  Skálavík
  Svansvík
  Sveinshús
  Vatnsfjarðarsel
  Vatnsfjörður
  Vogar
  Þúfur

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s