Hnífamaður á konukvöldi

skraflmynd2

Ég hef gaman af fjölmiðlaklisjum og safna t.d. fyrirsögnum um menn sem hjóla í aðra. Þær eru sjaldséðar núorðið, sem er miður því mér fannst alltaf gaman að spyrja í athugasemd á hvernig hjóli viðkomandi hefði verið. Vegna skrafláhuga rýni ég í orð og notkun þeirra og þess vegna eru tvær þekktar klisjur í fyrirsögn þessarar færslu.

Gúgull frændi fann 3350 dæmi með orðinu „Hnífamaður„. Hnífmaður/hnífsmaður finnst ekki og þrátt fyrir að skýrt komi fram í viðkomandi fréttum að árásarmaður/ofbeldismaður hafi verið með einn hníf, fjölgar þeim alltaf í fyrirsögninni. Að sama skapi er konukvöld vinsælt fyrirbæri og þrátt fyrir eintöluna vilja þeir sem auglýsa svona uppákomur, gjarna fá fjölda kvenna til að mæta.

Annað kvöld hitti ég vonandi fjölda kvenna og karla við skrafl á kaffihúsi sem kennt er við Haíti. Ég verð með vasahníf en vil samt ekki vera kallaður hnífamaður. Þess má geta að orðasafn skraflara samþykkir hnífamann og konukvöld en hafnar kvennakvöldi.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.