Midsomer í Hafnarfirði

Inspector BarnabyFólksfækkun í Midsomer-héraði veldur mörgum sjónvarpsáhorfanda áhyggjum. Þar eru deilur ekki leystar með hrópum á netinu, reiðilegum bloggum og útifundum á torgum, undirskriftalistum og áskorunum á yfirvöld. Í bræði vegur þar hver annan með skotvopnum eða eldhúsáhöldum, bareflum eða bifreiðum. Þetta fólk þarf að læra á Fésbókina eins og við mörlandar. Barnaby lögregluforingi er ekki öfundsverður og raunar er vanhæfni hans opinberuð í hverjum þætti. Eftir fyrsta líkið er morgunljóst að tveir falla í viðbót án þess að Barnaby fái rönd við reist. Helst þarf þessi sjónumhryggi vörður laganna að hrasa um morðingjann til að uppgötva hann. Forvarnastarf lögreglunnar er í molum og óbeisluð heift og blóðþorsti ríður brátt samfélaginu að fullu þar til eingöngu börn og gamalmenni verða eftir í Midsomer. Þá flytur Barnaby. Ef  hann sest að í Hafnarfirði er voðinn vís. Þá verða deilumál útkljáð á annan hátt en til þessa.

Barnaby gærkvöldsins var um skipulagsmál. Við þekkjum slíkar deilur. Í Gálgahrauni hefðu þrír legið í blóði sínu eftir átök stríðandi fylkinga. Ég þori ekki að nefna möguleg lík en Ómar Ragnarsson og Eiður Svanberg koma til greina og jafnvel verkstjóri framkvæmdanna.

Nú stendur til að flytja vínbúðina úr verslanamiðstöð í miðbænum í húsnæði Húsasmiðjunnar í Hraunahverfinu. Þetta líst kaupmönnum og hagsmunaaðilum illa á, vilja helst að bæjarstjórnin geri eitthvað, hugsanlega banna þessa flutninga með reglugerð eða nýju deiliskipulagi og er þá stutt í að falli maður og annar vegna óásættanlegra sjónarmiða og gamallar heiftar sem lifir enn síðan Fjörður reis í trássi við vilja íbúa. Möguleg lík eru mörg.

Af nógu er að taka á þessu sviði. Byggingarnar á Norðurbakkanum, Vellir 7 (þar sem enginn vill búa og alls ekki í Glimmerskarði), stækkun álversins, o.s.frv. Allt hefur þetta gengið yfir án blóðsúthellinga og getum við þakkað það fjarveru Barnabys, sem heldur vonandi áfram að hrasa um lík og varmenni í Midsomer.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Midsomer í Hafnarfirði

  1. Þetta er afar raunsæ og góð greining hjá þér. Hefurðu og tekið eftir því að engir kettir eru eftir í Midsomer,einungis ill dýr (hundar)? Vonandi fær Barnaby aldrei hæli í Hafnarfirði!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.