Punglyndi

pungurÓljúgfróður maður sagði mér að þegar útvarpið fór að heyrast á innstu bæjum í skagfirskum dölum, hafi brak og brestir komið í veg fyrir að allt skilaði sér kórrétt á öldum ljósvakans. Þeir sem áttu útvarp, endursögðu nágrönnum sínum það helsta með hjálp sveitasímans og voru fjórar langar hringingar notaðar til að gefa til kynna að allir mættu taka upp tólið. Þótt samtöl væru almennt hleruð, létu allir eins og þetta væri eina skiptið sem fólk væri almennt á línunni.

Haustið 1933 hélt lærður maður fyrirlestur í hljóðstofu Ríkisútvarpsins um þunglyndi, helstu einkenni þess og meðferð. Vegna spennu í háloftum var sambandið slæmt þetta kvöld og í dalnum heyrði fólk bara upphafið og endinn og fyrirbærið“punglyndi“ þótti nýstárlegt. Enginn í dalnum hafði heyrt þetta orð áður en engum duldist alvara málsins. Punglyndi var á allra vörum næstu vikur og voru margar tilraunir gerðar til að skilgreina það. Flestar skýringar þóttu kynferðislegar, jafnvel grófar og klámfengnar, svo að gripið var fyrir eyru sakleysingja undir fermingaraldri. Hafði fólk af þessu mikið gaman í fásinninu, kjamsaði og smjattaði á helstu punglyndiseinkennum og varð punglyndið eitt helsta yrkisefni hagyrðinga á þorrablótinu á Felli þetta ár. Ekkert hefur varðveist af kvæðum en kunningi minn, Aron Eilífs, sem nú býr á Hofsósi, gaukaði að mér þessari limru:

Forðum daga undi ég við unglyndi
iðulega slakaði á pungbindi.
Nú kvíði ég því mest
sem körlum þykir verst:
Kvenmannsleysi, elliglöp og þunglyndi. 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s